Taka á upp samkeppni á milli grunnskóla

Samtryggingakerfi hefur myndast innan borgarkerfisins. Upplýsingar um námsárangur eiga að vera leyndarmál en ekki opinberar. Eitthvað sem nefnt er orðskrípinu „lestrarskimunarkönnun“ er nú til umræðu en það mun vera könnun á lestrarkunnáttu sjö ára barna í grunnskólum borgarinnar sem fer stöðugt hrakandi. Stjórnendur skóla vilja halda þessum upplýsingum leyndum, ekkert má raska ró þeirra.

Foreldrar og aðrir aðstandendur barna vilja auðvita sínum sem allra best og góður árangur skóla í lestrarkennslu er þvílíkt grundvallaratriði að ekkert annað kemst í hálfkvisti. Þess vegna á að krefjast þess að niðurstöður þessarar könnunar verði gerðar opinberar. Með því er sett pressa á skólana að standa sig betur og veitir ekki af.

Af hverju má ekki vera samkeppni á milli skóla í Reykjavík? Hvað er að því? Aðalatriðið er að skólar standi sig vel og helst afburðavel. Framtíð þjóðarinnar byggist á menntun og aga í skólum. 


mbl.is Birting verði ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband