Skrýtinn máltilbúnaður utanríkisráðherrans

Stundum er það með þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins að þeir virðist sjá allt á haus eða afturábak, rétt eins og sagt var að andskotinn læsi biblíuna.

Það er bara ekki forsvaranlegt annað en að hætta aðildarviðræðum við ESB, draga umsóknina til baka. Munum að Össur Skarphéðinsson, gerði sem utanríkisráðherra hlé á þessum viðræðum. Nú er bara komin önnur ríkisstjórn og báðir flokkarnir sem að henni standa eru á móti aðildinni.

Hvers vegna í ósköpunum er þá ekki hægt að slíta viðræðunum og gera það með einfaldri þingsályktun á Alþingi? Eftir hverju í fjandanum er verið að bíða? Hvers vegna var þetta ekki gert á sumarþinginu?

Ég botna lítið í utanríkisráðherranum. Hann er búinn að vera það lengi á þingi og nógu lengi sem ráðherra að hann á að halda friðinni, hætta þessum leiðindaupphlaupum og vinna vinnuna sína. Þar með talið að fá ríkisstjórnina til að leggja fram þingsályktun um að Ísland dragi umsóknina að ESB til baka. Má annars ekki ræða þetta mál á þingi? 

Burtu með þetta mál og förum að vinna í öðrum knýjandi málum sem bíða afgreiðslu ríkisstjórnar og þings. 


mbl.is „Orð þingmannsins dæma sig sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Algjörlega sammála þér Sigurður og það bezta væri að setja fram á Alþingi slit á ESB ferlinu í þingsályktunartilögu á sjálfan þingsettningardaginn.

Snúa sér svo að öðrum mikilvægari og meira áríðandi málum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.8.2013 kl. 20:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Össur braut gegn þingsályktuninni með því að hafa ekki látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Lisabon sáttmálann, þrátt fyrir að hann hafi legið fyrir allan tímann í íslenskri þýðingu.

Það er engin kvöð samkvæmt þingsályktunninni að halda þjóðaratkvæagreiðslu nema aðildarsamningur liggi fyrir, en ef ekki verðu af aðild er augljóst að hann m,un ekki liggja fyrir. Þannig hefur sú staðreynd að við séum ekki að gerast aðilar að ESB nákvæmlega ekkert með umrædda þingsályktun að gera. Hún hefur nú þegar verið uppfyllt þegar fyrrverandi ríkisstjórn sótti um aðild, en það var hinsvegar ólöglegur gjörningur sem braut gegn stjórnarskrá og almennum hegningarlögum.

Svo þurfum við að hætta þessari vitleysu og fara að færa umræðuna um þessi upp á vitrænt plan þar sem hún byggist á staðreyndum, en ekki tröllasögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2013 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband