Djúp speki um iður jökla og lands

Skjalftar1

Eftir því sem líður lengra á milli þess að katlarnir tæma sig, því stærri verða hlaupin,“ segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælakerfis Veðurstofu Íslands. 

Þetta er djúp speki og óvænt eða hvað ...

Annars er ekkert að gerast í undirdjúpum landsins. Tjörnesbrotabeltið og Reykjaneshryggur eru til friðs. Þar koma af og til nokkrir eftirskjálftar, afleiðingar skjálftahrinunnar fyrir nokkrum vikum.

Mýrdalsjökull virðist ekki ætla að vera til stórræðnanna. Katla hefur greinilega ekki litið á almanakið nýlega en henni var spáð léttasóttinni innan tveggja ára frá gosinu í Eyjafjallajökli. Sannast líklega það sem Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur sagði einhvern tímann að mannlegt dagatal væri ekki besta viðmiðunin hvað gos eða goshlé varðar.

Jafnvel hinn draumspaki ráðgjafi minn hefur ekki haft fyrir því að hafa samband. Er ef til vill ekki sáttur við draumfarir sínar síðustu árin. Ekkert hefur ræst af hræðilegum dómsdagsspám hans, sem betur fer. Til viðbótar hefur ekki heldur neinn af þeim spámönnum sem ritað hafa í athugasemdadálkana á þessu bloggi haft rétt fyrir sér.

Þegar upp er staðið er ég sá eini sem hef haft rétt fyrir mér. Eftir ítarlegar rannsóknir sýnist mér að jörð muni skjálfa áfram um ófyrirsjáanlega framtíð á Íslandi. Sumir skjálftanna verða afleiðing misgengis og hinir vegna kvikuhreyfinga. Þá mun eldgos verða á Íslandi á næstu árum.

Fer vel á því að ljúka pistlinum með álíka speki og hann byrjaði á. 


mbl.is Skaftá safnar kröftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband