Grjótbjörg gnata

Enn hann úti sér hrímilagt vor um héröð öll og víð. Skelfur jörð, grjótbjörg gnata og bresta, losna gufur. Brennur land, brenna fjöll og renna í eldi, hverfa þá ár og eyðast akrar og sökkva tún. Svart gerist sólskin og harmur dimmur, þrífst fátt. Af leggjast bú, úti er smali, fuglar yfirgefa hreiður. Land hverfur í sæ.

Svo segir í því forna ljóði Auðnarspá (eða Auðarspá). Höfundur spáir um ókomna tíð. Hann sér endalok lands og jafnvel þjóðar. Miklir jarðskjálftar ríða yfir, hrynur ú björgum, eitrað loft kemur upp, eldgos verða, hraun rennur sem stíflar ár og jarðir sökkva í gjósku. Aska er í lofti svo sólarljósið nær ekki í gegn og landið leggst í eyði og sjór gengur á land.

Þetta er ekki fögur framtíðarsýn og eflaust ástæðan fyrir því að ljóðinu hefur ekki verið hampað líkt og Hávamál eða Völuspá svo gersemarnar séu nefndar. Allt kvæðið brann í Kaupmannahöfn 20. okt. 1728 ásamt fleiri bókum Árna Magnússonar. Þó er til afrit af ofangreindu erindi, ritað eftir minni.

Svo segir í bréfi nokkru sem mér barst. Held að þetta sé tóm skrök ... eða hvað? Vorið er að minnsta kosti kalt og jarðskjálftar hafa verið miklir síðasta mánuðinn. Nema þetta hafi átt við efnahagshrunið og vinstri stjórnina sem á eftir kom ... varla nýju stjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er athygli vert.  Hörmung þegar andans mál glatast, því þá verður undirstaðan rýrari.  

En rýrnað getur hún varla í forsætisráðuneytinu eftir að vitlausasti forsætisráðherra Íslandssögunnar lét af störfum.       

Hrólfur Þ Hraundal, 26.5.2013 kl. 17:49

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar ég var ungur maður hreifst ég mjög af öllum heimsendasýnum, fornum og nýjum. Frá unglingsárum og langt fram á fullorðinsár las ég allt sem ég rakst á um slík mál.

Segja má að um tíma - meðan minnið var beittara - hafi ég verið sérfræðingur í slíku efni.

Svo sá ég einn daginn tvennt sem flestum ef ekki öllum sjáendum, og túlkendum, hefur yfirsést. Hið fyrra er að flest ar sýnir lýsa staðbundnum einkennum því fæstir sjáendur höfðu þá heimssýn sem iðbyltingin opnaði mannkyni. Að því sögðu hafa margir sjáendur túlkað þrjúhundruð ára tíð iðnbyltingar (eða vísindabyltingar) sem endalok þeirrar heimssýnar sem mannkynið bjó við í þúsundir ára. Séð í því ljósi hófst heimsendir með Renaissance og lauk með tunglferðum. Hið síðara er að mínu mat viss blinda sem kenna má við það „heimskerfi óttans“ sem varað hefur frá tíð fyrstu egyptalands kónga: Fólk býst við hinu versta og sér það sem það vill sjá. Prófi maður að sjá heimsendi sem upphaf að nýju og sjá annig upphaf og umbreytingu frekar en tortýmingar og dauða ...

Takk fyrir frábæra grein. Afsakið hvað athugasemdin er löng.

Guðjón E. Hreinberg, 27.5.2013 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband