Að vita eða vita ekki er ekki siðfræðilegt álitamál

„Ég skil vel siðfræðingana því þeir vinna fyrir salti í grautinn með því að hafa skrítnar skoðanir. En þetta er sami landlæknir og krafðist þess að nálgast konur sem höfðu fengið [PIP] brjóstapúða til að láta þær vita að þeir væru gallaðir. Þá var allt í lagi að fórna réttinum til að vita ekki! En þegar um er að ræða sjúkdóm sem gæti deytt konur þá má ekki hafa samband við þær. Ég skil ekki þennan lækni,“ sagði Kári Stefánsson.

Þetta er úr frétt í Morgunblaðinu um Íslenska erfðagreiningu. Fyrirtækkð getur léttilega fundið 2400 Íslendinga sem búa yfir stökkbreyttum brjóstakrabbameinsgenum, en má það ekki.

Hver er eiginlega munurinn á kröfunni um að vita um brjóstapúða eða krabbamein? Allir vita þó hver munurinn er að vita og vita ekki og líf án lífsnauðsynlegrar vitneskju hlýtur að vera illt.


mbl.is ÍE vill ná til allra arfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þegar um núverandi landlækni er að ræða, þá er ekki von á rökréttum og heiðarlegum viðbrögðum. Það kom greinilega í ljós, í brjóstapúða-málinu.

Það er staðreynd, að hann virðir ekki réttindi og persónuvernd sjúklinga. Hann fyrirlítur líka óhefðbundnar viðurkenndar lækningar. Enda er hann ekki að berjast fyrir réttindum og heildrænum hagsmunum sjúklinga, heldur sér-réttindum klíkunnar.

Landlæknisembættinu hefur farið aftur eftir að hann tók við því. Við þurftum einmitt hið gagnstæða.

Ekki hef ég lesið þetta í Mogganum sem þú ert að vitna í frá Kára Stefánssyni, og ekki myndi ég treysta honum fyrir neinu, frekar en núverandi landlækni. Þessir gæjar eru bara að skara eld að eigin köku, án ábyrgðar!

Nú verð ég líklega látin borga enn meir fyrir þau lyf sem ég þarf (í hegningarskyni), en það verður bara að hafa það. Einhver verður að segja frá því sem satt er og rétt!

Ekki sinna opinberu fjölmiðlarnir upplýsingaskyldunni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2013 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband