Brostu Steingrímur, brostu ...

VG

Brostu, Steingrímur, brostu, sagði ljósmyndarinn. Brostu, endurtók varaformaðurinn, brostu sagði formaður þingflokksins.

Hvað er'etta, ég er að brosa, hreytti Steingrímur út úr sér, og brosið hvarf í þann mund sem ljósmyndarinn smellti af.

Vinstri grænir kunna ekki að gera auglýsingar, ekki frekar en að stjórna landinu. Allt verður þeim til ónýtis.

Myndi nokkur maður kaupa notaðan bíl af þessum Steingrími? Er þessi Árni Þór ekki sekur maður? Og Álfheiður, hvað er hún að fela?

„Ábyrgð, jöfnuður, almannaheill“ er yfirskriftin á auglýsingu VG í Fréttablaðinu. Skrýtið að hún skuli ekki birtast í Morgunblaðinu. Og enn skrýtnara að VG skuli ekki auglýsa árangurinn, til dæmis svona: Við leystum skuldamál heimilanna, við áfnámum ÁrnaPálslögin, við útrýmdum atvinnuleysinu.

Nei, því miður eru ekki forsendur til þess. Skuldamál heimilanna eru hrikaleg, ÁrnaPálslögin standa enn og atvinnuleysinu var gert að útflutningsvöru. Þetta er ástæðan fyrir lélegri útkomu VG í skoðanakönnunum. Hún gæti að vísu verið verri. Hvaða hamfarir myndir ríða yfir ef til dæmis Steingrímur myndi brosa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndirnar eru svona eins og myndir af sakamönnum, sem reyndar er mjög viðeigandi,þótt ég efist um að það væri ætlunin.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2013 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband