Er nýja gasmælingastöðin Café Hekla enn óvirk?

2013-03-20-18.16.08-(2)

Fyrir nokkrum dögum flutti þyrla Landhelgisgæslunnar gasmælingatæki á Heklu. Ætlunin er að mæla gasútstreymi í fjallinu sem hugsanlega geta gefið vísbendingu um hvort kvika sé að færast nær yfirborði. Við hreyfingu hennar verða til margvísleg loftbær efni sem vísindamenn vilja safna saman.

Á vef Veðurstofnunnar segir um þetta:

Mælingar munu hefjast í byrjun apríl og gögnin streyma á Veðurstofuna þar sem þau tengjast annarskonar vöktun (skjálftavirkni, skorpuþenslu). Lögð er áhersla á að hefja sem fyrst samfellda söfnum gagna til að fá upplýsingar um hegðun gasútstreymis frá eldstöðinni og finna þröskuldsgildi sem nýst geta sem fyrirboðar eldgoss.

Nú er það spurningin hvort einhverjar tilgátur séu um kvikuhreyfingu miðað við þann stutta tíma sem tilraunin hefur staðið, en aðferðafræðin var prófuð sumarið 2012.

Gasmælingastöðin hefur fengið gælunafnið Café Hekla. Hún er staðsett á tindi Heklu til frambúðar, með leyfi frá Rangárþingi ytra. Hún veldur engri hljóð- eða loftmengun en varað er við því að reynt sé að opna kofann því gasstyrkur þar inni getur verið hættulegur. 

Nú kann gleði vísindamanna að vera dálítið takmörkuð því ef kvikan er á leiðinni upp þá mun gasmælingastöðin án efa eyðileggjast svo fremi sem gýs í toppgígnum.

Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að ef gjósi á þessum slóðum þá verði það eitthvað austan við Heklu, norðan við Vatnafjöll. Hvaða rök hef ég fyrir því? Jú, draumspakur maður fullyrti þetta. Auk þess hefur verið meiri jarðskjálftavirkni austan við Heklu en á fjallinu sjálfu undanfarnar vikur og mánuði. 

Meðfylgjandi mynd af gasmælingastöðinni á Heklutindi er tekin tekin án leyfis af vef Veðurstofunnar. Þar er ekki getið um ljósmyndara. 


mbl.is Engin sjáanleg merki um eldgos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband