Mælingar sýna dálítinn óróa

mjoEkki virðist mikið um að vera miðað við óróamælingar í Mjóaskarði í Vatnafjöllum, sjá hér til hliðar. Og þó ef til vill er þetta talsvert miðað við Heklu. Svona órói þarf ekkert að þýða að fjallið gjósi.

En hvað er órói?Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur segir um óróamælingar á bloggi sínu. Hann segir:

Jarðskjálftafræðingar  á Veðurstofu stilla mæla sína til að skrá bylgjur sem eru á tíðninni 0,5 til 1 Hz,  1 til 2 Hz, og 2 til 4 Hz. 

Og svo áfram:  

Lágtíðni er einkennandi fyrir vissa tegund óróa eða  jarðskjálfta (1 til 5 Hz) og er talið að þeir myndist vegna kvikuhreyfinga í jarðskorpunni eða jafnvel vegna rennslis kviku í átt að yfirborði jarðar. 
Óróinn myndast vegna breytilegs þrýstings þegar kvikan streymir.  Það er oft sagt að órói líkist titringi sem heyrist stundum í vatnslögnum í heimahúsum.  Á meðan órói er fyrir hendi, þá er líklegt að kvikan sé á hreyfingu og gos jafnvel í gangi.
Það er því einkum athyglisvert í dag á Eyjafjallajökli að óróinn heldur áfram og er nokkuð hár (sjá mynd til hliðar), þótt öskuframleiðsla sé lítil og sprengingar færri og smærri.  Það bendir sennilega til þess að kvika sé að streyma upp í gíginn og að nú sé gosið komið á stig sem má kalla blandað gos.  Það þýðir að gosið einkennist af bæði sprengingum vegna samspils kviku og bræðsluvatns úr jöklinum, og einnig kviku sem er að byrja að safnast fyrir í eða rétt undir gígnum.  

 


mbl.is Óvissustig vegna Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband