Gott að fá nýjan formann fyrir VR

Ánægjulegt er að nýr formaður hafi verið kjörinn í stéttarfélaginu mínu, VR. Ég kaus hana. Ástæðan var fyrst og fremst sú að ég tel hana geta komið á ró og frið innan félagsins og stuðlað að því að það nái betri árangri fyrir félagsmenn sína.

Stéttarfélag er ekki eign eins eða neins. Hroki og virðingarleysi fyrir félögum gengur ekki. Sannast sagna hefur maður verið dauðþreyttu á væringum innan félagsins síðustu árin. 

Ég vona að nýr formaður endurskoði starfsemi Starfs ehf. sem félagið stofnaði á síðasta ári til að þykjast gera eitthvað fyrir atvinnulausa. Fyrirtækið er gerir sáralítið gagn, raunar ekkert umfram það sem Vinnumálastofnun gerði fyrir stofnun þess. Ótækt er að eyða skattfé í magnlausa starfsemi sem lítið gerir annað en að veita nokkrum forvígismönnum stéttarfélaga og atvinnurekenda laun fyrir stjórnarsetu og nokkrum ráðgjöfum greiðslur fyrir verkefni sem útilokað er að þeir geti sinnt með neinum árangri.


mbl.is Ólafía nýr formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Hárrétt metið hjá þér, Sigurður.

Stefán þessi (siðfræðingur (?) átti ekkert erindi í verkalýðsfélag, bæði er

félagsskírteini hans í pólitík ekki til þess fallið og svo alþekktur hroki hans

og ferill allur.

Í raun kom "siðferði" hans rækilega upp um hann í VR og það þolir enginn venjulegur

verslunarmaður í verkalýðsfélagi að sjá til lengdar.

Hann dæmdi sig fljótt úr leik og þetta var bara spurning um tíma hvenær

hann yrði kosinn út.

Það verður hins vegar ekki vandamál fyrir hann að koma sér aftur fyrir einhversstaðar þar sem flokksbræður hans greiða hans götu sem fyrr. - Sjáum bara til.

Már Elíson, 15.3.2013 kl. 19:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Veit ekki hvar fráfarandi var staddur í pólitík, skiptir engu að mínu mati. Aðalatriðið er að hann standi sig sem ég dreg í efa að hann hafi gert. Þess vegna kaus ég hann ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.3.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband