Frekar að flytja fljótið til vesturs

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og jarðeðlisfræðingur, er skynsamur maður og sér oft það sem aðrir átta sig ekki á. Hann segir í nýjum pistli á bloggsíðu sinni (feitletranir eru mínar):

2006

Það er ljóst að sandrifið sem myndast vegna aurburðar frá Markarfljóti til hafs er fyrst of fremst fyrir vestan Landeyjahöfn, eins og fyrsta myndin sýnir.  Sandrifið er gult á myndinni. Ríkjandi straumar og tilfærsla efnis eru hér frá austri til vesturs, alla jafna, og þessi hreyfing efnis heldur sandrifinu við fyrir sunnan og vestan Landeyjahöfn.  Árlegur framburður Markarfljóts er um 100 þúsund rúmmetrar af sandi og aur á ári.  

Þetta er og verður alltaf vandræðamál, enda var höfnin upprunalega staðsett með aðeins einu markmiði: að fá stystu siglingaleið til Vestmannaeyja. Flutningur mynnis Markarfljóts til austurs mun aðeins kaupa tíma og seinka fyllingu hafnarinnar, en það verður dýrkeypt.  Viturlegri ráðstöfun, ef yfirleitt á að halda þessari höfn við, væri að flytja Markarfljót til vesturs. 

Sé þetta rétt röksemdafærsla hjá Haraldi liggur auðvitað beinast við að færa fljótið vestur fyrir höfnina, hvernig svo sem það verður gert.


mbl.is Markarfljótið fært til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haraldur er skynsamur maður og full ástæða er til að gefa hugmyndum hans gaum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2013 kl. 13:36

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski er eina ráðið að færa Vestmannaeyjar til norðurs.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.2.2013 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband