Amx gleymir að uppfæra Fuglahvíslið

Amx

Mér finnst AMX vefurinn beittur og og oftast skemmtilegur. Sérstaklega virðist dálkurinn sem nefnist Fuglahvísl fara í taugarnar á vinstri mönnum og vissulega ekki af ástæðulausu. Þar er fá þeir á baukinn sem það verðskulda.

Um daginn stóð þetta á amx.is:

Árið 1984 var Stefán Ólafsson prófessor í þætti ríkisútvarpsins ásamt Milton Friedman nóbelsverðlaunahafa í hagfræði sem þá talaði á fundi í Reykjavík. Inn á fundinn kostaði þá 1.200 krónur og taldi Stefán það mikla hneisu að rukkað væri inn á fundinn og sagðist ekki eiga fyrir gjaldinu.

Friedman svaraði Stefáni vitaskuld með hinum augljósu rökum að eðlilegast væri að þeir sem mættu greiddu fyrir fyrirlesturinn í stað þeirra sem heima sætu og engan áhuga hefðu á fyrirlestrinum.

Hvað gerist svo nú árið 2013? Þá er auglýstur fundur þar sem Stefán Ólafsson er frummælandi og aðgangseyrir sagður 3.500 krónur fyrir félagsmenn en 5.500 krónur fyrir aðra.

Beit þar fátæki fræðimaðurinn í eigið skott. 

Við þetta er aðeins hægt að bæta orðum skáldsins: „Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann.“

Helsti gallinn við dálkinn fuglahvísl er hins vegar sá að það er uppfært alltof sjaldan. Þó verður að horfa til þess að margt fleira er að finna á amx eins og dálkinn Þeirra eigin orð. Þar má til dæmis finna þetta:

„Vitaskuld förum við í þjóðaratkvæðagreiðslu að ráði forsetans. Verði Icesave-lögin samþykkt í henni, er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.

- Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á heimasíðu sinni 6. janúar 2010 í tilefni af því að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin 

Forsetinn situr enn í embætti, ríkisstjórnin er fallin þó hún viti það ekki en Sigmundur er á leið út af þingi. Svona getur raunveruleikinn reynst lygilegur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband