ÆTLAR GNARR AÐ MATREIÐA EISTA?

Ef Jón Kristinsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur tíma til að skemmta sér í utanlandsferðum þá er það hans mál. Persónulega tel ég að staða mála í Reykjavík sé þannig að borgarstjóri eigi að halda sig í vinnunni.

Þó ég hafi ekki nokkra trú á því að hann geri neitt gagn sem borgarstjóri þá ber honum þá að sýna öðrum fordæmi, þ.e. sem þiggja laun frá borginni og sinna sínu starfi. Líklega má ekki lengur halda því fram að hann sé gagnslaus í embætti, flokkast sem einelti.

Svo má eflaust gera ráð fyrir því að hann greiði fyrir ferð og uppihald til Serbíu úr sínum eigin vasa. Ég vona að hann rati til Serbíu því það væri nú ekki gott fyrir orðstír Reykjavíkur færi hann til Eistlands.

Þetta er maðurinn sem kvartar undan því að fólk tali niðrandi til hans, leggur hann í einelti og sýnir margháttaðan dónaskap. Ekki veit ég hvort maðurinn kann að matreiða, hitt má ætla að hann hafi hráefnið fyrir þessa tilteknu keppni.

Þeir sem liggja undir ámæli geta án efa komið með krók á móti bragði og reynt, að minnsta kosti reynt, að sinna starfi sínu betur. Ekki leika, það gengur ekki, heldur reyna ... 


mbl.is Jón Gnarr tekur áskoruninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband