Atvinnuleysið er ríkisstjórninni að kenna

Atvinnuleysið er stærsta ávirðingin á ríkisstjórn Íslands. Hvorki hún né ASÍ hefur lagt áherslu a að útrýma því.

Færri atvinnulausir nú en áður bendir annars vegar til þess að fólk sé farið úr landi og tölur um atvinnuþátttöku styðja það, hér vinna færri en áður.

Hins vegar er fjöldi manna án atvinnu, fólk sem fær ekki atvinnuleysisbætur og sér því engan tilgang í því að skrá sig. Þetta er fólk sem hefur haft með höndum atvinnurekstur, oft í eigin nafni. Fjölmargir hafa verið í margvíslegum verktakaiðnaði. Útflutningur á notuðum vinnuvélum hefur haldið lífiinu í þessu fólki.

Einhverjum gæti dottið í hug að lækkun á atvinnuleysistölu sé ríkisstjórninni að þakka. Þa væri nú fróðlegt að vita hvernig hún hafi þá farið að því. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórnin hefur ekkert gert annað en að segja upp fólki til að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins, enginn nema atvinnuleysistryggingasjóður hefur getað tekið við því fólki sem missti þarna vinnu sína. Hækkaðir skattar a fyrirtækin í landinu leiða á sama hátt til atvinnuleysis


mbl.is Atvinnnuleysið 4,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband