Valgerður stuðlar að hroðvirkni þingsins

Lýðræðið er bara í nösunum á Valgerði Bjarnadóttur, þingmanni, og félögum hennar í vinstri meirihlutanum á þinginu. Með offorsi er ætlunin að þvinga þingið til að afgreiða frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Skiptir engu þótt skoðanir séu skiptar í þjóðfélaginu um það. Jafnvel helstu fræðimenn þjóðarinnar eru undrandi á flýtinum og skilja ekki hvernig hægt er að þaulvinna svona mikilvæg lög á eins skömmum tíma.

Skýringin er einföld. Valgerður og samþingmenn hennar eru ekki fagleg. Þeim nægja innantóm orðin, aðeins að þau séu áferðafalleg og sennileg. Þeim finnst minna skipta hvort þau standist í raunveruleikanum þegar til kastanna kemur. 

Alltof oft koma illa unnin mál frá Alþingi. Hraðinn er oftast ástæða hroðvirkninnar. Menn einfaldlega komast ekki lengra yfir en fæturnir bera þá.

Væri nú ekki tímabært að þingmenn íhuguðu stöðu sína og gæfu þjóðinni frí, til dæmis í einn vetur. Hverju skyldi það skipta ef engin lög yrðu samþykkt fram til vors? Til að allrar sanngirni sé gætt skulum við leyfa þeim að samþykkja fimm lagafrumvörp að því tilskyldu að tveir þriðju þingmanna greiði þeim atkvæði sitt.

Þetta held ég að þeim verði ofraun en dálítið skemmtilegt. Svipað og þegar Egill Skallagrímsson ætlaði að henda úr sjóðum sínum yfir þingheim til þess eins að sjá þá kasta frá sér öllum áhuga á þingstörfum og berjast og slást til að hirða nokkra peninga. 


mbl.is Verður of seint í lok janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svolítið hjákátlegt hjá þeim vegna þess að stjórnarskárbreytingar verða að samþykkjast af 2 þingum með alþingiskosningum á milli, að halda það að þau muni verða með meirihluta eftir næstu kosningar er harla ólíklegt og næsta víst að nýtt þing setur þett beint í ruslatunnuna.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þess vegna skilur maður ekki ofurhraðann á þessu öllu saman, Kristján.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.11.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Björn Emilsson

Allt þetta atferli um ´nyja´ stjórnarskrá er eingöngu tilkomið að tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttir til að gera ríkisstjórn hennar kleift að afsala Lýðveldinu Island í greipar Þýska Stórríkisins. Það þarf að gerast meðan hún er við stjórnvölinn. Valgerður Bjarnadóttir er á sama báti og Steingrímur, hyski.

Björn Emilsson, 30.11.2012 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband