Amma, afi og áfengið

Eitt sinn starfaði ég sem fararstjóri á Kanaríeyju. Það var dálítið sérstök lífsreynsla. Þar áttaði ég mig á því að hegðu fólks var mismundandi meðal Íslendinga. Hóparnir sem komu í skólaferðalög voru yfirleitt afar slæmir í heildina séð. Mikil drykkja og óregla. 

Mest hissa var ég þó á hegðun margra eldri borgara, sérstaklega drykkju þeirra. Mjög algengt var að einstaklingar úr þessum hópi urðu sér einfaldlega til skammar, drukku frá sér ráð og rænu.

Sárgrætilegast var þegar börn voru í ferð með ömmu og afa misstu tökin á tilveru sinni tveggja vegna drykkju þeirra. Stundum kom fyrir að það þurfti einfaldlega að senda börnin heim með næstu flugvél eða þá að foreldrarnir komu í skyndingu til að bjarga málunum. 

Svona atvik tóku verulega á og alla sem komu að málum, ekki síst fararstjóra. Sem betur fer gerðist þetta frekar sjaldan. En þannig er það bara að umönnun barna er útilokuð sé áfengi haft um hönd. Dómgreindin bregst og tilveran hrynur.


mbl.is Drukkin með barnabarn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er afar ófagmannlegt hjá þér Sigurður verð ég að segja. Þótt að flestir fararstjórar og leiðsögumenn séu ekki bundnir neinum þagnareiðum, er gengið út frá því að þeir haldi trúnað við viðskiptavini sína. - Hverju kunna leigubílstjórar og dyraverðir skemmtistaða að segja frá, ef þeir vildu?

Þú ert þarna að feta í fótspor flokksbróður þín Geir Jóns löggu sem hikar ekki við að nota þær upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem lögga til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína og láta á sér bera í leiðinni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 06:30

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Ég er ekki sammála þér Svanur. Þarna er ekki vegið að neinum persónulega. Sigurður er að vekjaathygli á þjóðarböli sem er ofneysla áfengis. Það er ábyrg afstaða og uppbyggileg.

Stórundarlegt og ömurlegt fyrir alla, ömmu, afa og börn ef gott frí spillist með ofneyslu.

Guðjón Sigurbjartsson, 24.11.2012 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband