Kjörsókn í prófkjörum veldur vonbrigðum

Lítil þátttaka í prófkjörum vekur athygli. Aðeins tveir flokkar bjóða upp á prófkjör, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Í öðrum flokkum stendur harðkjarnalið flokkseigenda að vali á lista.

Undarlegast er að vera vitni að því að tveggja daga netkosning auk hefðbundinna kjörstaða hjá Samfylkingunni skili ekki meiri árangri en raun ber vitni. Fyrirfram hefðu flestir talið að þetta ætti að skila nálægt fullri þátttöku, en nei, framboðið virtist vera miklu meira en eftirspurnin. Þetta hlýtur að vekja vonbrigði.

  • SV-kjördæmi; 5.693 á kjörskrá, 37% kjósa, 2.129 manns
  • NA-kjördæmi; 2.200 á kjörskrá, 38% kjósa, 832 menn
  • Su-kjördæmi; 3.548 á kjörskrá, 44% kjósa, 1.551 maður.
  • Re-kjördæmi; 6.660 á kjörskrá, 38% kjósa, 2.514 menn

Niðurstaðan var sú að nokkur sæti skiptu um eigendur, engir nýir komust að.

Hjá Sjálfstæðisflokknum í suðvesturkjördæmi kusu 5.070 manns. Minnir að hlutfallið hafi verið rétt tæp 50% sem er alls ekki nógu gott en engu að síður kjósa rúmlega tvöfalt fleiri en hjá Samfylkingunni.

Næsta laugardag verður kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er hart barist um efstu sætin en gjörsamlega óljóst hvernig nýju fólki muni reiða af. Ég hef hins vegar greinilega fundið að nýir frambjóðendur njóta mikils velvilja hjá kjósendum. Dreg þá ályktun af viðbrögðum við tölvupóstssendingu minni til flokksbundinna Sjálfstæðismanna í Reykjavík en ég fékk mikil viðbrögð og mörg svör við henni.

Svo er það annað mál hvort velviljinn skili sér á kjörstað eða hvort aðeins hörðustu Sjálfstæðismennirnir mæti. Í ljósi þess sem hér hefur verið um rætt má draga þá ályktun að minni kjörsókn en 50% verði talsverð vonbrigði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; jafnan !

Og; þykistu bara vera hissa, ágæti drengur ?

Er það ekki; tiltölulega góðs viti, séu löngu uppgefnir landsmenn, farnir að sjá út undan sér; nánast, dagleg skemmdarverk - sem misferli hinna mjög svo ógeðfelldu 4urra flokka, Sigurður minn ?

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband