Fimmtíu þúsund Sjálfstæðismenn

Ég er einn af fimmtíu þúsund Íslendingum sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn og í dag fékk ég bréf frá formanni flokksins. Bjarna Benediktssyni, alþingismanni, mælist vel í bréfi sínu og ég er honum fyllilega sammála. Sérstaklega vil ég benda lesendum mínu á eftirfarandi orð. Þau skýra sig sjálf (feitletranir eru mínar):

Við erum ekki nema rúmlega þrjúhundruð þúsund sem búum í þessu landi og þess vegna eigum við sennilega meira sameiginlegt en flestar þjóðir heims. Hvernig leiðtogar vinstrimanna og sum fylgitungl þeirra hafa fengið það út að sjálfstæðismenn séu öðruvísi en aðrir landsmenn, eigi annarra hagsmuna að gæta og séu best geymdir sem fjærst öllum stjórnunar- og ábyrgðarstöðum er undarlegt, ekki síst í ljósi þess að skráðir flokksmenn eru um fimmtíu þúsund og skoðanakannanir sýna að enn fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Þessir tugir þúsunda sjálfstæðismanna eru tilbúnir að vinna að framfaramálum fyrir íslenskt samfélag. Málum sem treysta lífskjör okkar á ný og tryggja að Ísland sé sá staður þar sem við viljum helst búa börnum okkar heimili. Við fögnum öllum þeim sem vilja vinna að því verkefni með okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband