Þverpólitískt framhjáhald ...

Framhjahald

Frakkar láta sér ekkert óviðkomandi lengur. Hér áður fyrr máttu stjórnmálmenn halda við hvern sem þeir vildu án þess að fjölmiðlar væru að velta því upp á síðum sínum.

Nú er öldin önnur. Frakklandsforseti á unnustu sem ekki hefur verið við eina fjölina felld og haldið við hægri og vinstri menn. Rituð hefur verið bók um athæfið eftir því sem segir í Morgunblaðinu mínu í morgun.

Eftirfarandi gullkorn er haft eftir höfundi bókarinnar:

Þegar blaðamaður [þ.e. unnusta forsetans] er í nánu sambandi við leiðtoga vinstrimanna eða leiðtoga hægrimanna hefur það áhrif á stjórnmálalífið. 

Stjórnmálalífið í Frakklandi hlýtur að vera afar blómlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband