Guðni Ágústsson flengir Samfylkinguna

Hvað myndi gerast í Noregi ef fjármálaráðherra í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs hefði heima og erlendis lýst því yfir að norska krónan væri skaðleg norskum hagsmunum og ónýtur gjaldmiðill?

Forsætisráðherrann hefði umsvifalaust sett viðkomandi ráðherra af fyrir sólarlag. Hvað myndi gerast í Noregi ef Stoltenberg sjálfur færi háðsorðum um norsku krónuna? Norska Stórþingið myndi setja hann af samdægurs. Hvað myndi gerast í Þýskalandi ef fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Markel segði framtíð evrunnar brostna? Sá hinn sami einnig pokann sinn.

Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, í afspyrnugóðri grein í Morgunblaðinu í morgun (feitletranir og greinaskil eru mín). Auðvitað er þetta hárrétt hjá Guðna. Ábyrgir stjórnmálamenn tala ekki niður gjaldmiðil sinn. Það gera hins vegar ráðherrar Samfylkingarinnar. Þeim er ekki lengur neitt heilagt og enga virðingu bera þeir fyrir krónunni.

Og Guðni segir og ég er honum fyllilega sammála:

Gjaldmiðillinn ríkir á meðan hann ríkir og æðstu menn stjórnkerfisins verja hann meðan stætt er.

Hér á Íslandi þykir ekkert athugavert við það að ráðherrar og sérstaklega samfylkingarráðherrar, bæði forsætisráðherra landsins Jóhanna Sigurðardóttir og nú fjármálaráðherrarnir Oddný Harðardóttir og Katrín Júlíusdóttir, fari í fjölmiðla og fordæmi krónuna og segi gjaldmiðilinn ónýtan.

Þetta gera þeir einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason formannsefni, það gerði einnig Björgvin Sigurðsson. Þessi ,,snilldarviðtöl« þessara ráðherra eru síðan tíunduð í sterkum fjölmiðlum um allan heim og skaða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. 

Og þannig eru vítin til að varast, í þessu tilviki eru vítin Samfylkingin, flokkurinn allur. 

Góð grein hjá Guðna, miklu betri en hann er vanur að skrifa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband