Ósæmileg ummæli þjálfara Skagamanna

Mér fannst Gary Martin ekki geta neitt í dag ef ég á að segja eins og er. Ég hef svo sem séð það áður í sumar að hann hafi verið lélegur þannig að það kom mér ekkert á óvart,“ sagði Þórður Þórðarson [þjálfari Skagamanna].
 
Skagamenn voru fóru illa að ráði sínu í Frostaskjólinu í kvöld. Þeir áttu sárafá tækifæri til að koma tuðrunni í netið hjá KR-ingum en yfirburðir þeirra voru algjörir.
 
Mórallinn er hins vegar svo lélegur hjá þjálfara þeirra að hann þarf á skeyta skapi sínu á Gary Martin sem fyrir stuttu hætti með ÍA og gekk til liðs við KR. Ummælin hérna að ofan eru úr frétt mbl.is. Þau lýsa hvorki stórhug né drengskap, aðeins tuði manns sem reynir að kenna einhverjum öðrum um ófarir sínar. Það er miður, því ÍA er stórveldi í knattspyrnu og saga þess er frækin rétt eins og KR liðsins. Flestum sem líta til Skagamanna með virðingu hlýtur að finnast talsmáti þjálfarans honum óviðeigandi og alls ekki er samboðin þeim er gegnir þeirri virðulegu stöðu að vera þjálfari ÍA.
 
Gary Martin var alls ekki lélegur í þessum leik frekar en í þeim leik er ÍA sigraði KR á Skaganum með þremur mönnum gegn tveimur. Þar var leikmaðurinn allt í öllu fyrir sitt lið. Í kvöld vantaði Skagamenn sárlega mann af hans kalíberi og því fór sem fór.
 
 

mbl.is Þórður: Fannst Gary ekki geta neitt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Þau eru súr, berin, sagði refurinn."  Ummæli þjálfarans voru alveg óþörf og nær að þakka Gary fyrir það sem hann vann fyrir Skagaliðið meðan hann var þar.

Ómar Ragnarsson, 31.7.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband