Bókin mín um Fimmvörđuháls er komin út

Kápa FimmvhalsŢrátt fyrir ýmiskonar mótlćti í henni veröld getur mađur stundum glađst er röđin kemur ađ manni sjálfum og hlutirnir ganga upp eins og ađ var stefnt. Í síđustu viku kom út bókin mín um gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls.

Hún kom fyrst út fyrir tíu árum en síđan ţá hefur mikiđ breyst á Fimmvörđuhálsi og ţví sannarlega kominn tími fyrir ađra útgáfu. Ég valdi ţá leiđ ađ nota textann ađ mestu óbreyttan, lagađi hann ţó dálítiđ til, felldi út og bćtti viđ, sérstaklega um eldgosin. Einna helst munar um myndirnar. Ég bćtti viđ fjölda góđra mynda, setti inn á ţćr örnefni til ađ lesandinn gengi nú ekki í neinar grafgötur um myndefniđ.

Frábćr kort fylgja

Og svo minnkađi ég brot bókarinnar, hafđi hana mjórri sem gerir hana vćntanlega ţćgilegri í ferđum og til aflestrar. 

Mesu munar ţó um kortin. Ég fékk Samsýn ehf. til ađ gera kortagrunni. Fyrirtćkiđ er međal annars ţekkt fyrir einstaklega góđ kort sem finna má á vef símaskrárinnar, ja.is. Ofan á ţessi kort vann ég gönguleiđir og setti inn örnefni. Ţađ sem skiptir ţó mestu máli er ađ auk ţess ađ hafa kortin á réttum stađ í sjálfri bókinni fylgja ţau laus. Göngufólki er ţannig auđveldađ ađ ferđast međ ađstođ kortanna án ţess ađ ţurfa ađ styđjast viđ bókina á göngu.

bls 38-39

Gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls býđur upp á ţrjár óviđjafnanlegar gersemar sem enginn má láta framhjá sér fara. 

Fossaleiđin 

Sú fyrsta er sunnan megin og ég kýs ađ nefna hana Fossaleiđina. Ţetta er stórkostlega gönguleiđleiđ upp međ Skógaá ţar sem allt ađ ţrjátíu og sjö fossar af öllum stćrđum og gerđum brosa viđ göngumanninum. Margir kannast viđ fossana tuttugu og tvo á fyrri hluta leiđarinnar, ţađ er frá Skógafossi og upp ađ svokölluđu Vađi. Miklu fćrri hafa séđ hina fimmtán fossana sem eru í vestari upptakakvísl Skógaár og er međ leiđinni upp ađ Fimmvörđuhrygg.  

Eldtöđvarnar 

Efst á Fimmvörđuhálsi eru eldfellin tvö, Magni og Móđi og svo Gođahraun. Ţarna er landslagiđ einstaklega stórkostlegt, hreint magnađ. Ţarna varđ til nýtt land, meiriháttar stađur fyrir ferđamenn ađ skođa og kanna hvernig sífelldar breytingar verđa á landinu okkar.

bls. 28-29

Útsýniđ 

Norđan megin er magnađ útsýni til norđur og norđvesturs. Ţar má sjá óviđjafnanlega fallegt land. Nćr er Heljarkambur, Morinsheiđi, Kattahryggir og Strákagil, allt örnefni sem flestir kannast viđ. Og ekki má gleyma Hvannárgili, leiđ sem fćstir hafa fariđ af Fimmvörđuhálsi. 

Útgáfan 

Ekki eru allir tilbúnir til ađ gefa út gönguleiđabók. Kraftverk, markađsstofa ehf., nýtt fyrirtćki, féllst ţó á ađ gefa hana út.

Umbrot vann Helgi Sigurđsson, auglýsingateiknari. Hann er afskaplega vandađur og hefur mikla reglu á hlutunum. Helgi er raunar landsfrćgur mađur, ţó hlédrćgur sé. Hann teiknar skopmyndir í Morgunblađiđ annan hvern dag og hefur fengiđ mikiđ lof fyrir beittan húmor sinn sem oftar en ekki er rammpólitískur ţó Helgi segist persónulega vera ópólitískur.

Prentmet ehf. prentađi og gerir ţađ afskaplega vel. Prentunin er djúp og góđ og texti og myndirnar njóta sín til fullnustu. 

Til sölu 

Kraftverk, markađsstofa ehf. ákvađ ađ leggja ekki í umfangsmikla dreifingu á bókinni heldur einbeita sér ađ ţremur ţekktum stöđum; skrifstofu Útivistar, Hagkaup og Útilíf. Ţetta eru allt ţekkt fyrirtćki og allir eiga erindi ţangađ og ţví ekki úr vegi ađ grípa bókina um Fimmvörđuháls međ. Hún kostar ađeins 2.985 krónur.

Ađ auki er hćgt ađ panta hana á netfanginu fimmvorduhals@kraftverk.is og fá hana senda í póstkröfu.

Svo vonar mađur bara ađ bókin seljist vel og standi undir sér. Ţá er aldrei ađ vita nema mađur kíki ofan í skúffurnar gluggamegin og finni ţar efni í ađra. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hamingjuóskir međ ţessa ţörfu uppfćrslu á bókinni af augljósum ástćđum.

Gekk ţessa leiđ um s.l. Jónsmessu í fyrsta skipti frá Skógarfossi. Er ennţá bergnuminn eftir stórkostlega upplifun, og ţá helst skokkiđ upp á Magna og labbiđ  yfir nýja  hrauniđ.  Fossarnir fögru voru líka ný upplifun, ţví áđur hef ég bara ekiđ ţarna á leiđ yfir Mýrdalsjökul, og engir fossar skođađir ţá.  Ţórsmörkin sjálf, og leiđin niđur Kattahryggina er allt óviđjafnanlegt.        Mun reyna ađ verđa mér úti um ţessa bók.

Međ kveđju. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.7.2012 kl. 04:11

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mjög flott. Ég sé einmitt fram á ađ ganga yfir hálsinn međ vinnufélögum eftir mánuđ og get ţá bent á bókina. Annars hef ég ekki fariđ ţetta síđan í gosinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.7.2012 kl. 09:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband