Betri myndir af gígnum við Skarðsheiði

Google1

Í gær birti ég gamla mynd sem ég tók og er af furðulegum gíg í fjalli austan Blákolls, og því sem næst sunnan Hafnarfjalls.

Brynjólfur Þorvarðsson sendi mér línu og sagðist aldrei hafa tekið eftir gígnum. Hann skoðaði hann í Google Maps og segir:

Þarna er mikið móberg (þetta er innan gamallar , mjög stórrar öskju) og svo gæti virst sem hálfhringlaga stykki hafi losnað úr fjallsbrúninni og skriðið fram til norð-vesturs og stöðvast þar. Úr lofti lítur þetta út eins og gígur, en frá hlið meira eins og stór sylla í fjallsbrúninni.

Google Maps er líklega af sama meiði og Google Earth sem ég notaði til að skoða gíginn nánar. Með því móti sést landslagið næstum því í þrívídd og því auðveldara að átta sig á hlutunum.

Google2

Á efri myndinni sem ég tók af Google Earth sést afstaða gígsins. Hann er nær efst á myndinni, vinstra megin við miðju, rétt ofan hamrabeltisins. 

Neðri myndin, einnig af Google Earth, sýnir gíginn miklu nær, hvernig hann situr á fjallsbrúninni rétt eins og þarna hafi orðið sprenging. Líklega eru skýringarnar af jarðfræðilegum toga svipað eins og Brynjólfur segir. Hins vegar sést ekkert af skriðunni en líka það hefur sínar skýringar þar sem hún kann að vera löngu gróðin eða horfin.

Gaman væri að heyra í fleirum sem kunna skýringu á þessu eða hafa komið á þessar slóðir. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband