ESB og ASG tekur ekki tillit til afkomu fólks

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eins og íslensk fjármálastofnun. Hún skilur ekki fólk, aðeins Excelskjöl. Fólk þarf vinnu og vinnan skapar verðmæti. Ekkert þjóðfélag hagnast á því að hafa fólk þúsundum saman í biðröð eftir matarskammti dagsins. Þannig er það í Grikklandi og þannig verður það áfram fái ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að ráða.

Munum ástæðuna fyrir hörku ESB og blindu ASG. Hún er einfaldlega sú að bankar í Þýskalandi, Frakkalandi og víðar eiga svo mikið undir því að gríska ríkið fari ekki á hausinn að þeir reyna allt hvað getur til að halda því að floti. Gríska ríkið á að spar með því að henda fólki út af launaskrá. Engin krafa er gerð til þess að lappað sé upp á skattkerfið og skattlaust fólk og fyrirtæki sem hafa nóg aflögu greiði rétt gjöld til ríkisins.

Engin krafa er að byggja upp fyrirtæki, auka við fjárfestingar, hvetja útlendinga til að sækja Grikkland heim. Nei, aðeins að Grikkir borgi af því litla sem þeir eiga.

Þannig er reksturinn á Íslandi og þannig er hann á Grikkalandi, þökk sé ESB og ASG. 


mbl.is Gríski harmleikurinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Þó ég sé svo sem ekki ósammála þessu, þá hlýtur að koma að því að Grikkir, og önnur ríki, verði að taka til í skuldasúpunni, óráðsíunni og ruglinu.  Það er ekki hægt að reka ríkissjóð Grikklands, eða neins annars lands, með viðvarandi hallarekstri árum og áratugum saman.  Þetta á jafnt við um ríki á Evrusvæðinu, Bandaríkin og önnur ríki þar sem ríkissjóður hefur verið rekinn með miklum halla árum saman.  Hér eru skuldir ríkisins um 14 þúsund milljarðar dollara og aukast um 1400 milljarða á ári.  Það sjá það allir að slíkt getur ekki gengið til lengdar.  Það eru aðeins tvær leiðir:  Auknar tekjur og lækkuð útgjöld.  Að sjálfsögðu þarf að gera hvorutveggja en vandamálið er að þegar í kreppuna er komið er mjög erfitt að auka tekjur vegna þess að tekjur eru að dragast saman, eignir að falla í verði o.s.frv. þannig að skattstofnar rýrna.  Það eru engar patent leiðir í þessu dæmi og það getur aðeins komið niður á almenningi.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 22.5.2012 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband