PR snillingurinn sem fór að pissa

Hér áður fyrr fyrir tíma fésbókarinnar hefðum við Össur Skarphéðinsson gert okkur erindi og gengið út til að ,,pissa«, en í leiðinni hringt erindið til fréttamanna og engum þótt merkilegt að svo stór frétt færi strax í loftið.

Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra og alþingismaður. Hann lagði grunn að tilveru sinni sem stjórnmálamanni með því að leka fréttum í fjölmiðla. Hvers vegna þjáðist hann af þessum króníska lekanda? Einfaldlega vegna þess að hann vildi upphefja sjálfan sig. Mörgum þingmönnum nægði ekki að komast í fréttir af verðleikum sínum, þeir trönuðu sér fram í fjölmiðlum eins og þeir mögulega gátu.

Þingmaður einn í liði Sjálfstæðisflokksins átti það til að fara af þingflokksfundum á salernið og gall þá oft í samflokksmönnum hans: Jæja, nú kemur þetta í DV!

Eða þingmaður Alþýðubandalagsins sem aldrei gat setið á sér og lak öllu sem tengst gat nafni hans á jákvæðan hátt í fjölmiðla. Sá gegnir nú háu embætti.

Í þennan hóp er Guðni Ágústsson. Snillingurinn í PR málum sem fór af fundum til að pissa en lak í fjölmiðla. Skammgóður vermir ... eða var hann varanlegur.


mbl.is Guðni Ágústsson: „Nú þykir mér týra á tíkarskarinu,“ á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já þetta var skemmtilegt eins og Guðna var von og vísa. 

Guðni hinn besti og sérstakasti, staðfesti þar með grunsemdir margra að hann væri mun hentugri smíð handa uppakrötum heldur en hægfara gamaldags framsóknarmönnum. 

Enda fékk hann ekkert embætti að virðingu og því fór með hann eins og Steingrímsson. 

Raunar hefur alltaf verið ljóst, að Guðni er miklu betri skemmtikraftur heldur en alvöru gamaldags hugsandi framsóknarmaður og þar með smellpassa þeir saman leka tippin bæði, hann og Össur.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2012 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband