Leiðangur sem endar með stórslysi

Dálítið broslegt er hvernig málin hafa snúist í höndum stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Í síðustu viku setti hún forstjóra FME afar naumar tímaskorður til að svara yfirvofandi uppsögn, ekki áminningu eða tilmælum. Núna fær stjórnin eiginlega sama knappa tímann til að hætta við uppsögnina.

Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í svona ping-pong leik. Hvort sem stjórn FME hefur haft einhver rök fyrir ásökunum sínum eða ályktunum vegna meintra misgjörða forstjórans verður að segjast eins og er að hugsanleg vopn hafa gjörsamlega snúist í höndum hennar.

Fyrir það fyrsta er gjörsamlega óviðeigandi að reka svona mál á opinberum vettvangi, hvað þá í fjölmiðlum. Í annan stað gengur það ekki hjá stjórninni að vera svo óviðbúin að hún telji forstjórann slíka gungu að hann grípi ekki til mótaðgerða. Og þá fyrir það þriðja að stjórnin telji að orðstí stofnunarinnar eftir hrun sé orðinn svo traustur að hún geti farið í svona æfingar án nokkurn skaða.

Óháð stöðu forstjórans og réttmæti ásakana á hendur honum er stjórnin búin að vera. Óróinn í FME er henni að kenna. Hún hefur reynst vera með öllu óviðbúin og stendur nú uppi með þá sök að hafa valdið alvarlegum skemmdum á orðstí stofnunarinnar. Við það er ekki hægt að una og hún verður einfaldlega að segja af sér.

Þetta mál allt er lýsandi fyrir smá leiðangur sem efnt er til vegna minniháttar máls en niðurstaðan verður stórslys fyrir alla aðila. Sannast þá það sem forðum var sagt að oft er betur heima setið ...


mbl.is Mun kalla menn til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hallast að því að þetta sér rétt mat hjá þér Sigurður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2012 kl. 00:27

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu og mikið er ég sammála þér Sigurður með að stjórnin er búin að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.3.2012 kl. 01:31

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var Gunnar kominn að kviku brasksins að varðhundar kerfis braskaranna fóru að gelta, síðar glefsa og bíta?

Mjög líklegt er að svo hafi verið enda Gunnar þaulkunnugur þessum fjármálaheimi, freistingum hans og illþefjandi rottuholum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.3.2012 kl. 10:28

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þá kemur til skjaæanna sérlegur verndari íslensa fárglæframannakerfisins, Steingrímur Jung.

Óskar Guðmundsson, 1.3.2012 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband