Strigakjaftar auglýsa sig

Alltaf skemmitlegt er þegar sjálfskipaðir baráttumenn fyrir réttlætinu reyna að vekja athygli á sér eftir ansi dapurt gengi undanfarinna missera. Ekki síður verður gaman að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir taka á friðarmálum Þráins Bertelssonar og Björns V. Gíslasonar

Þráinn og Björn V. hafa staðið sig best í að rífa stólpakjaft af öllum þingmönnum. Minna hefur verið úr efndum og minnst úr málefnalegri umræðu. Til dæmis ætluðu þeir að hefja rannsókn á meintri þátttöku Ísland í Íraksstríðinu, en heyktust á því. Þeir samþykktu loftárásir Nató í Líbýju og höfðu minnstar áhyggjur af morðum á saklausum borgurum. Þeir vilja Ísland úr Nató en gera ekkert í málunum.

Núna ætlað þeir að bjóða frægasta andófsmanninum í Kína pólitískt hæli á Íslandi. Líklega telja flestir það verðugt málefni. En hvers eiga hinir andófsmennirnir að gjalda? Af hverju ekki bjóða öllum Kínverjum sem steita görn gegn stjórnvöldum hæli á Íslandi? Eða er þeir bakkabræður Þráinn og Björn að vekja athygli á sjálfum sér? Stutt er jú í kosningar.


mbl.is Liu fái pólitískt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband