Vinstri grænir heimaskítsmát

Jón bjarna

Enginn skyldi vanmeta grasrótina, sérstaklega ekki í stjórnmálaflokki. Það hefur flokkseigendafélag Vinstri grænna gert með ófyrirséðum afleiðingum. Hún hefur nú risið upp til varnar Jóni Bjarnasyni. Ætlunin er að reka úr ríkisstjórninni vegna ómögulegs minnisblaðs um fiskveiðar af því að hann er á móti ESB ... eða þannig.

Grasrótin í VG hefur nú birt dagblaðaauglýsingu til stuðnings Jóni. Undir hana rita um 150 vinstri grænir. Liggur nærri að það sé mest allt kjörfylgi flokksins fyrir utan þingmenn og ráðherra.

Auglýsing er sem gula spjaldið á formann Vinstri Grænna. Fari sá sínu fram má búast við rauða spjaldinu. Því fylgir engin gleði þó flokkurinn flaggi yfirleitt rauðum dulum og aldrei grænum.

Auglýsingin til stuðnings Jóni er mjög alvarleg áminning til flokkseigendafélagsins. Það getur ekki farið sínu fram, hefur ekki til þess stuðning.

Mikill klofningur er í Vinstri grænum, hann er hvort tveggja málefnalegur og persónulegur. Um leið liggur eiginlega ljóst fyrir að málið er of langt komið til að flokkseigendafélagið geti bakkað.

Tveir kostir virðast vera í stöðunni : 

  • Flokkseigendafélagið fer að vilja Samfylkingarinnar og rekur Jón Bjarnason
  • Flokkseigendafélagið lætur undan grasrótinni og rekur ekki Jón Bjarnason

Vinstri grænir eru eiginlega heimaskítsmát, eins og það er kallað, þeir hafa skorað sjálfsmark, skotið sig í fótinn ... Báðir kostirnir eru ávísun á stjórnarslit og sá síðarnefndi klýfur flokkinn í þokkabót. Staðan er alfarið þeim að kenna. Það er útilokað að kenna Samfylkingunni um allan þennan vandræðagang. Samstarfsflokkur gengur eins langt og hinn flokkurinn leyfir honum. Samfylkingin er fyrir löngu kominn inn á stofugólfið hjá Vinstri grænum og með lúkurnar í fjölskyldusilfrinu.

Þess vegna spái ég kosningum í janúar eða febrúar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband