Er eitthvað að marka Steingrím joð

Sumir voru þeirrar skoðunar að Vinstri grænir gætu orðið bjargvættir þjóðarinnar. Að minnsta kosti fengu þeir mikinn meðbyr í síðustu kosningum. Þeir hinir sömu hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með stjórnarsetu flokksins og undrast hversu fljótt hann varð að steinrunninni stofnun, meira burókratí en ráðuneytin sem þeir eiga þó að stjórna.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er ólíkindatól. Hann er á móti ESB aðild en styður engu að síður aðlögunarviðræðurnar, hann er með Jóni Bjarnasyni en styður hann ekki, hann vill leggja kolefnisskatt á stóriðjuna eða heykist svo á því. Er eitthvað að marka manninn?

Þetta varð Óla Birni Kárasyni á vefnum www.T24.is að umræðuefni. Hann segir:

Hringlandahátturinn og stefnuleysið heldur áfram við stjórn landsmála. Steingrímur J. Sigfússon lýsti því yfir á fundi í dag með Samtökum atvinnulífsins og fulltrúum helstu fyrirtækja sem ætlað er að greiða kolefnisgjald, að hann ætli að leggja þau áform til hliðar. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is.

Fyrir viku sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í tilefni af bréfi forstjóra Elkem til þingmanna:

Það stendur ekki til að Ísland verði einhver skattaparadís fyrir mengandi starfsemi sem er orðin skattlögð alls staðar erlendis. Það er ekki það sem við viljum, er það?

 Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hélt Steingrímur því fram að aldrei hafi verið samið um að almennar skattabreytingar komi ekki við þessi fyrirtæki eins og önnur:

 Og fyndist mönnum það sanngjarnt ef að innlendu atvinnugreinarnar sem fyrir eru, öll umferðin, sjávarútvegurinn, aðrir slíkir sem nota mikið af jarðefnaeldsneyti, að þeir borgi kolefnisgjald en þessi iðnaður sé algjörlega laus við það?

Framganga fjármálaráðherra eykur ekki tiltrú erlendra fjárfesta á Íslandi. Hér fara stjórnvöld fram í algjöru stefnuleysi og rekjast síðan undan. Það sem sagt var fyrir viku er gert merkingarlaust. Og innlendir og erlendir fjárfestar, sem og landsmenn allir hrista hausinn, og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að marka það sem sagt er í þessari viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það hefur ekkert verið að marka Þistilfjarðarkúvendinginn, eftir að hann sveik sig til samstarfs með evrópusambandsgenginu. Er annars nokkuð að marka nokkuð sem gerist á Alþingi lengur?

Halldór Egill Guðnason, 29.11.2011 kl. 12:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir innlitið, Halldór. Menn þurfa að fylgjast vel með því sem gerist á Alþingi til að geta greint á milli þess sem skiptir máli og hins sem hefur sáralítið gildi. Svo er það allt annað mál að margt af því sem skiptir máli nær ekki eyrum alþingismanna. Lestu bara pistilinn minn frá því í morgun um heilbrigðiskerfið og atgervisflóttann. Um þetta mikilvæga mál hef ég ekki heyrt neitt talað á þingi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband