Svik Björns Vals Gíslasonar við land og þjóð

Fyrir stuttu átti ég samtal við framkvæmdastjóra í stóru fyrirtæki innan vébanda Samtaka iðnaðarins. Sá var fullur heiftar út í stjórnvöld eins og títt er um marga vel stæða og sterkefnaða menn enda telja þeir öðrum fremur að of þungar kreppu byrðar séu lagðar á herðar þeirra. Þessi sagðist telja rétt að ég (og reyndar fleiri) fengi skot í hnakkann, rétt eins og Quisling forðum.

Þannig byrjar Björn Valur Gíslason, alþingismaður Vinstri Grænna pistil á bloggsíðu sinni. Að sjálfsögðu er það ákaflega ljótt að hóta nokkrum manni og síst af öllu dauða. Hins vegar verður að taka það fram að stjórnmálamenn eru hégómlegir, sumir finna afar mikið til sín í stöðu sinni. Þeim er hugsa mikið um eigið sjálf og aðalatriðið er að vera í „umræðunni“. Þannig er Björn Valur.

Stjórnmálmönnum finnst það voða sniðugt ef teiknaðar eru af þeim skopmyndir, þá eru þeir „inni“ að eigin mati. Þeir vilja láta berja á sér, þá telja þeir sig vera á réttri leið. Þeir vilja vera í hasarnum, þá komast þeir í fjölmiðlanna. Svo keyra þeir og fljúga út um allt land, enginn friður fyrir þeim í jarðarförum, fundum og ráðstefnum. 

„Góðir fundarmenn, ég ætla nú ekki að tefja fundinn en vil benda á það sem ég hef áður sagt ... í grein minni í Fréttablaðinu sagði ég ... og ef menn muna þá stóð ég fastur fyrir og varaði við hruninu ... lét Davíð Oddsson heyra það óþvegið ... þið hefðuð átt að sjá andstæðinginn ...“ 

Kjaftagangur á borð við þetta er svo óskaplega algengur hjá þingmönnum og hégómleikinn lekur af mörgum hverjum. 

Björn Valur er harðjaxl og kemur fram við aðra í ræðu og riti eins og hann vilji gera útaf við þá. Persónulega myndi ég ekki vilja mæti Birni á fáförnum stað í myrkri ... hann er til alls líklegur miðað við kjaftháttinn.

Auðvitað lýgur Björn Valur um morðhótunina. Ástæðan er einföld. Hann er að troða sér í fjölmiðlanna. Í dag eða á morgun kemur meintur tilræðismaður í fjölmiðla og segir eitthvað á þá leið að hann hafi einfaldlega bent þingmanninum á að ríkisstjórnin væri að svíkja land sitt og þjóð með aðgerðum sínum. Hann hafi aldrei hótað þingmanninum á einn eða neinn hátt. Orð gegn orði.

Þingmaðurinn stendur þó höllum fæti vegna þess að hann hefur staðið að árás á almenning. Skattar hafa hækkað síðustu tvö árin, skuldir fjölskyldna hafa hækkað en eignarhlutur lækkað, 22.500 störf hafa ekki komið aftur frá hruni þrátt fyrir loforð stjórnvalda, um 20% geta ekki staðið undir húsnæðislánum sinum og 40% eiga í erfiðleikum með þau, þörfin fyrir mataraðstoð hefur margfaldast, fólk flýr landi ...

Lærdómurinn af þessu öllu er einfaldlega sá að Björn Valur, flokkur hans og Samfylkingin, hafa svikið þjóð sína og land. Náungi hjá Samtökum iðnaðarins átti auðvitað að reyna að koma þingmanninum í skilning um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

'Ég er sammála þér Sigurður. Hann virkar eins og hann sé athiglissjúkur, og hefur ekki vit á að láta sem minnst á sér bera!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.10.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband