Er stjórnarandstađan utan Alţingis?

Sjálfstćđisflokkurinn gaf nýlega út blađ um efnahagstillögur sínar og dreifđi ţví í öll hús á landinu. Í kjölfariđ hafa formađur, varaformađur og ţingmenn flokksins haldiđ stjórnmálafundi víđa um land. Ég var á einum slíkum í gćrkvöld.

Ég hef lítiđ gert ađ ţví ađ gagnrýna Sjálfstćđisflokkinn hér en get ţó ekki orđa bundist. Ţingmađurinn sem stóđ fyrir svörum á fundinum í gćrkvöldi hafđi flest svör á reiđum höndum og mćltist ađ flestu leyti vel.

Hins vegar vafđist honum tunga um höfuđ ţegar ég gerđi ađ umtalsefni hversu illa flokkurinn hafi stađiđ ađ kynningarmálum sínum. Ég veit ekki hvort honum var misbođiđ međ gagnrýni minni eđa honum vćri ami ađ návist minni - ef til vill hvort tveggja.

Kannski erum viđ bara ekki nógu snjöll, kunnum ekki nógu vel ađ koma málum okkar á framfćri, sagđi hann og breytti um umrćđuefni. Ţetta er auđvitađ ekkert svar en alveg dćmigert fyrir rútínerađan stjórnmálamann sem eftir tuttugu ára dvöl viđ kjötkatlanna kann ađ snúa fundum eftir ţví sem honum hentar best.

Ţingmađurinn hélt ţví fram ađ líftími mála stjórnarandstöđunnar vćri mjög skammur. Held ađ ţađ sé rétt hjá honum. Einhverju hlýtur ţó ađ skipta hvernig ađ kynningunni sé stađiđ. Efnahagstillögur sem ađeins verđa til á dagblađapappír endast auđvitađ ekki. Fylgja ţarf ţeim eftir á Alţingi, flytja ţingsályktunartillögur byggđa á efni ţeirra, frumvörp til laga, breytingatillögur og svo framvegis. Er ţađ gert?

Ţađ getur ekki veriđ verkefni ríkisstjórnarinnar einnar ađ leggja fram mál í ţinginu. Sjálfstćđisflokkurinn getur ekki veriđ svo skammsýnn ađ hann haldi ađ efnahagstillögurnar einar breyti einhverju. Ţćr ţarf ađ rćđa, leggja fram á ţingi og ekki síst kynna ítarlega fyrir landsmönnum. 

Ţađ er annars umhugsunarefni hversu slöpp stjórnarandstađan er. Hefur hún alla burđi til ađ ná árangri. Hún á viđ ađ etja málaefnalega lélega ríkisstjórn sem ekkert kemur undan sem almenningi og atvinnulífi er til góđs.

Hiđ eina raunverulega ađhald sem ríkisstjórnin fćr er frá ţjóđinni. Ţađ var hún sem barđi niđur Icesave, ţađ er hún sem krefst ađgerđa varđandi skuldavanda heimilanna, ţađ er hún sem krefst ţess ađ atvinnuleysinu verđi útrýmt, ţađ er hún sem sýnir fram á ađ stađa almennings er miklu, miklu lakari en ríkisstjórnin lćtur í veđri vaka.

Hin raunverulega andstađa kemur frá Hagsmunasamtökum heimilanna og fjölda einstaklinga sem stunda sjálfstćđar samfélagsrannsóknir og birta reglulega niđurstöđur sínar. Fólk međ eldmóđ og kraft sem Alţingi skortir svo sárlega um ţessar mundir.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Vel mćlt og alveg sammála.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.10.2011 kl. 16:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband