Ófróđir, ótalandi og óstafsetjandi ...

Fćstir af ţeim sem ég hef hitt á lífsleiđinni hafa haft fyrir ţví ađ tjá sig í fjölmiđlum um málefni líđandi stundar. Margt af ţessu fólki hefur haft afar ákveđnar skođanir, sumum hef ég veriđ sammála, öđrum ekki. Ţađ skiptir ţó minnstu máli. Ég ber barnslega virđingu fyrir ţeim sem standa fast á sinni skođun og geta rökstutt hana.

Stundum virđist hendir ađ fólk af ţessu tagi skrifar grein eđa bréf til dagblađa. Einn ţeirra sem talar hreint út á ómengađri íslensku nefnir sig „Lúinn borgara“ og skrifar í dag, föstudag, bréf í dagskrárliđinn Velvakanda í Morgunblađinu. Hann segir í upphafi greinarinnar:

Ţeir sögđu frá ţví í fréttum, og voru međ neyđarástandssvipinn á sér á međan, ađ tölvur í reykvískum grunnskólum hefđu ekki veriđ endurnýjađar svo og svo lengi. Ţetta var víst alveg ómögulegt ástand. Mćtti ég hins vegar láta í ljós ţá skođun, ađ skólarnir ćttu hiđ snarasta ađ draga úr tölvukennslu sinni en reyna fremur ađ kenna börnum og unglingum ađ gera sig skiljanleg á íslensku.

Í sjálfu sér er ţađ ákaflega forneskjulegt viđhorf ađ amast viđ tölvunotkun en hitt er ţó aldeilis satt ađ börnum og unglingum hefur fariđ stórlega aftur í rćđu og riti. Ef til vill er ţetta bara sama gamla bulliđ sem hrjáđ hefur eldra fólk allt frá tímum Rómverja og jafnvel forngrikkja, ađ tímarnir fari versnandi.

O tempora o mores ... Ţvílíkir tímar, ţvílíkir siđir, er haft eftir Cicero sem réđst í rćđu sinni á spillingu samtíđar sinnar. Ţetta er auđvitađ háttur gamals fólks sem skilur ekki nútímann, skilur til dćmis ekki tölvunotkun og kennir henni um lélegan skilning ungmenna á íslensku.

En hinn „Lúni borgari“ er ekki svo vitlaus sem hann virđist. Margt er til í rćđu hans.

Almenn grunnţekking, af ţví tagi sem áđur ţótti nauđsynleg hverjum ţeim sem vildi teljast menntađur mađur, finnst nú varla hjá ungu fólki. En ţađ er afar lipurt á tölvu, getur hlađiđ niđur stolinni tónlist á leifturhrađa og telur sig eiga kröfu til ţess ađ hvergi sé kennt neitt „erfitt“ en allir fái háar einkunnir. Allt kennsluefni skal vera á einföldu máli, međ mörgum myndum og ađgengilegt á netinu. Aldrei má ţurfa ađ fletta upp í bók. Orđabćkur vill ţetta fólk ekki sjá, alfrćđibćkur enn síđur. Wikipedia er ţessu fólki bćđi marktćk og nćgileg heimild. En eftir ţví sem fleiri og fleiri kunna minna og minna eykst skyldusöngurinn um hve skólakerfiđ sé „frábćrt“ og „fagmennskan“ ógurleg. 

Lovísa, elsta systir mín, var lengi kennari en hefur nú hćtt störfum vegna aldurs, ţó hún sé miklu yngri í anda en árfjöldinn segir til um. Eitt sinn rćddum saman um uppeldi mitt á börnum mínum. Mér er ţađ minnistćtt ađ hún hélt ţví mjög fast fram ađ bóklestur skipti sköpum fyrir börn, ţau sem nćđu tökum á honum stćđu sig ađ jafnađi betur í skóla. 

Ég held ađ hún hafi rétt fyrir sér. Viđ sjáum ţađ til dćmis núna, svart á hvítu, hversu lestrarkunnáttu unga fólksins hefur hnignađ. Fullyrt er ađ um 23% 15 ára drengja og 9% stúlkna geta ekki lesiđ sér til gagns. Ef til vill hefur sá „Lúni borgari“ eitthvađ til síns máls ţegar hann segir:

Vandamáliđ í íslensku skólakerfi er ekki ađ grunnskólarnir séu ekki međ allra nýjustu tölvurnar. Vandamáliđ er fremur ađ menn koma út ófróđir, ótalandi og óstafsetjandi.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ć hvađ ég er sammála ţessum lúna borgara.  Ţađ örvast klárlega einhverjir heilahvatar viđ ţađ eitt ađ fletta orđi upp í orđabók.  T.d. ađ geta sér til um ţýđingu eđa merkingu orđs, á međan flett er og finna spennuna magnast ţegar mađur finnur orđiđ.

Kannski verđur helsta ţekking nćstu kynslóđar svokölluđ Google ţekking, sem er skilgreind; ţegar ţú veist ekki eitthvađ, en veist ađ hćgt er ađ fletta ţví upp á Google.

Held ađ ţversögnin sem felst í ţví ađ hafa svariđ viđ öllu, alltaf í hendinni muni í raun skapa meiri fáfrćđi, ţví enginn nennir lengur ađ leggja á sig ađ kafa dýpra og lesa sig til, ţegar svariđ má fá í einu klikki.

Ţessi lúni borgari skynjar alvöru málsins vel, og kannski erum viđ orđin lúin líka.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.9.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Nei, viđ erum sko ekki lúin.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.9.2011 kl. 19:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband