Um örnefnagerđ og stórkoslegt landslag í Hvannárgili

Kort

Ég skrifađi mikiđ um gosiđ á Fimmvörđuhálsi á síđasta ári. Birti myndir og bjó til nokkur kort sem sýndu m.a. framgang hraunsins og örnefni.

Tilgangurinn var fyrst og fremst sá ađ veita upplýsingar. Í fjölmiđlum voru ţćr ţví miđur oft af skornum skammti. Líklega er ekki auđvelt fyrir fjölmiđlafólk ađ skrifa um stađhćtti sem ţađ ţekkir ekki, jafnvel ţó heimildir séu nćgar. Eins fannst mér fréttatilkynningar og umsagnir stjórnvalda um eldgosiđ oft ansi ónákvćmar.

Yfirleitt fékk umfjöllun mín um gosiđ nokkuđ góđar viđtökur. Auđvitađ hefđi ég getađ gert betur og vandađ mig meira en ber fyrir mig flýtinum. Mér fannst svo miklu skipta geta birt skýringu í blogginu međ nýjum fréttum til ađ ná til sem flestra lesenda.

Mynd

Umdeild örnefnasmíđi 

Međal athugasemda sem ég fékk í byrjun var sú ađ ég leyfđi mér nefna nafnlaust gil Innra-Suđurgil. Ţađ má sjá á međfylgjandi korti. Ţetta er afgil, mjög innarlega í Hvannárgili, liggur suđur og austur ađ Fimmvörđuhálsi.

Hvannárgil er víđa torfariđ, en stórkostleg náttúrusmíđi. Ţađ sem ég nefndi Innra-Suđurgil er ekki síđur tilkomumikiđ. Stundum getur ţađ veriđ ófćrt nema göngumađurinn hafi yfir tćkjum ađ ráđa til ađ komast yfir torfćrurnar. Um giliđ hefur ég tvisvar fariđ, í bćđi skiptin lent í miklum „mannraunum“ ... eđa ţannig.

Hraun í Hvannárgili

Ástćđan fyrir ţví ađ ég valdiđ ţetta nafn er ađ ađeins utar er Suđurgil og gengur inn ađ jökli. Á ţess og Innra-Suđurgils eru Merkurtungur og ţar ber hćst Merkurtungnahaus, mikilúđlegt og glćsilegt fjall, 868 m hátt, hćrra en Esjan. Eiginlega er ekki hćgt ađ hafa giliđ ónefnt svo stórt og mikilfenglegt sem ţađ í raun er. 

Hverjir hafa búiđ til örnefnin? 

Sumir segja ađ ţađ eigi ekki ađ vera á fćri einstaklinga ađ búa til örnefni. Ţađ hefur ţó hins vegar lengst af veriđ ţannig en nú sér einhver stofnun um samrćmingarmálin. Mér til afsökunar hef ég ţá stađreynd ađ einungis örnefni ná ađeins yfir lítinn hluta landsins. Ţađ er afar bagalegt fyrir ferđamenn. Lítil reisn er yfir ţví ađ nota gps-punkta til ađ segja frá stađháttum. Mikiđ óskaplega yrđu ţađ flatar og óspennandi lýsingar.

Gönguferđ um Hvannárgil

Um síđustu helgi gekk ég međ góđum vinum frá Básum og upp á Fimmvörđuháls. Veđriđ var afskaplega gott og frábćrar ađstćđur fyrir áhugaljósmyndarann sem í mér býr. Ţetta er nú líklega í ţriđja sinn sem ég kem á eldstöđvarnar og í fyrsta sinn sem ég geng Hvannárgil eftir gos.

Međfylgjandi mynd tók ég af gilmótum Hvannárgils og hins ónefnda sem ég hef kosiđ ađ nefna Innra-Suđurgil. Ţađ er aldeilis engin smásmíđi. Hrikalegir hamraveggirnir eru nćr lóđréttir og áin er ekkert minni en sú í sjálfu Hvannárgili. Innst inni má greina lítinn skriđjökul sem gengur niđur af Hálsinum og ofan í giliđ. Hann eru nú miklu minni en ţegar ég fór síđast niđur hann. Myndin skýrir sig sjálf međ ţessum groddalegu örnefnamerkingum.

Snyrtileg náttúrusmíđ 

Ţarna er svo önnur mynd sem ég tók af hrauninu sem rann ofan af Fimmvörđuhálsi og í Hvannárgiliđ. Takiđ eftir hversu snyrtilegur hraunstraumurinn er. Ekki ađ spyrja ađ móđur náttúru. Mikiđ óskaplega hefđi mig langađ til ađ vera ţarna ţegar hrauniđ brann og rann. Ţađ er nú líklega orđiđ kalt en ţó stíga smáir gufubólstrar upp úr ţví fyrir neđan hamrana.

Ţegar ég skođa kortiđ hérna fyrir ofan kemur í ljós ađ stađsetning hraunsins í Hrunaárgili og Hvannárgili er nokkuđ nákvćm. Er bara ánćgđur međ ţađ enda hafđi ég ađeins vefmyndavélar og ljósmyndir úr fjölmiđlum mér til stuđnings.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband