Vinstri grænir og rannsóknirnar

Þjóðin hlær að Vinstri grænum. Á flokksfundi þeirra um síðustu helgi var samþykkt ályktun þess efnis að rannsóknarnefnd skuli skipuð til að komast að því hvers vegna þeirra eigin ríkisstjórnin hafi samþykkt aðgerðir Nató í Líbýu.

Vinstri grænir voru á móti innrásinni í Írak og heimtuðu að samþykki ríkisins fyrir henni yrði rannsakað. Það hefur auðvitað ekki verið gert.

Hér er ekki úr vegi að nefna skemmtilegan leiðara í Morgunblaðinu í morgun. Hann nefnist „Rannsóknarríkisstjórnin“ og fjallar um innantómar hótanir Vinstri grænna um að rannsaka stuðning Íslands við innrásina í Írak á sínum tíma og loftárásirnar á Líbýju.

Mér þótti eftirfarandi úr leiðaranum einstaklega vel að orði komið svo ekki sé talað um upplýsinagildið:

Jóhanna Sigurðardóttir, sem líkt hefur þingmönnum VG við ráfandi villiketti, hefur af þessu tilefni áréttað að stjórnarliðar eigi að tala af virðingu hverjir um aðra. Hún benti jafnframt á að utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefði hagað sér „kórrétt“ í Líbíumálinu. Hann hefði í einu og öllu fylgt ályktun Alþingis um málið, sagði Jóhanna. Það var vissulega mjög vel af sér vikið hjá utanríkisráðherranum í ljósi þess að Alþingi hefur enga ályktun gert um málið.  Yfirlýsing Jóhönnu er talin hluti af Dýrafjarðarafbrigðinu í pólitískri refskák, sem enginn teflir betur en núverandi forsætisráðherra landsins.

Hvernig geta Vinstri grænir gert ríkari kröfur til nokkurs ráðherra í mikilvægu máli en að hann fari í hvívetna og út í æsar eftir ákvæðum þeirrar ályktunar sem Alþingi hefur ekki gert í tilteknu máli? Nú er það svo að fjöldi þeirra ályktana sem Alþingi hefur aldrei gert er augljóslega mikill, jafnvel óteljandi líkt og eyjar Breiðafjarðar og hólar Vatnsdals. Miðað við það hlýtur að sæta furðu að Össur skuli verða fyrsti ráðherra landsins til að fylgja samviskusamlega eftir sérstakri ályktun sem Alþingi hefur ekki gert um tiltekið mál, því ekki geta aðrir ráðherrar afsakað sig með því að ekki hafi verið úr nægilega mörgum ályktunum af því tagi að velja.

Og enn á ný undrast þjóðin framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Held þó að ástandið í landinu sé orðið þannig að almenningur hlægi ekki lengur að henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband