Íslensku evrusérfræðingarnir og hinir

Ein skemmtilegasta framhaldssagan í Morgunblaðinu er sagan af Evruspekingunum þremur. Mogginn þreytist ekki á að gera at í þeim, snýr þá sundur og saman í háði.

Í morgun, þriðjudag má lesa þetta í Staksteinum:

Staksteinar hafa verið í hópi áköfustu aðdáenda þeirra Sigríðar Ingadóttur, Björgvins Sigurðssonar og Össurar Skarphéðinssonar, eins og kunnugt er.

Þeir brutust til metorða í aðdáendaklúbbi þeirra þriggja eftir að þremenningarnir sópuðu evruvandanum út af borðinu með afgerandi greiningu sinni á honum.

Öllum var létt, eða að minnsta kosti hefði átt að vera það.

En þau Merkel kanslari, Sarkozy forseti, Delors evruguðfaðir, Alan Greenspan og handfylli af nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði hafa þó verið staðin að ólæsi og því vaðið áfram í villu með alvarlegum afleiðingum.

Og nú bættist í hópinn fjármálaráðherra Póllands, Jacek Rostowski, af öllum mönnum: Forystumenn innan ESB verða að ákveða hvort þeir vilji vinna saman og greiða hátt verð fyrir að halda evrusvæðinu á lífi eða undirbúa í alvöru „stýrða upplausn“ svæðisins, segir hann í Gazeta Wyborcza, helsta dagblaði Póllands, mánudaginn 29. ágúst.

Jacek Rostowski segir að Þjóðverjar verði að leggja mat á hvaða afleiðingar það hefði fyrir þá að evran yrði aflögð. Fjármálaráðherrann telur að valið standi á milli þessara tveggja kosta: Að greiða hátt verð fyrir framhald evrunnar eða bera mikinn kostnað af brotthvarfi hennar. „Þeir sem átta sig ekki á þessu leika sér að eldi.“

Hvar enda afleiðingar ólæsisins? 

Einhvers staðar stendur í leiðbeiningum um rökræður að maður skyldi standa fastur á skoðun sinni. Þetta gera hinir dæmalausu þremenningar svo um munar. Stefnan er fram af hengifluginu en þeir eru á þeirri skoðun að stefnan sé hárrétt en landslagið vitlaust. Út af fyrir sig er hægt að réttlæta það einhvern veginn ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband