Er Steingrímur ekki í ríkisstjórninni

Mikið ansans ári er nú gaman að fylgjast með Steingrími J. Sigfússyni sitjandi í ríkisstjórn og haga sér eins og stjórnarandstæðingur. Hann þykist ekkert hafa verið spurður og kyngir því. Rétt eins og hann kyngdi ESB aðildarumsókninni.

Sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands er hann á kafi upp fyrir haus í hernaðaraðgerðum Nató. Að minnsta kosti myndi hann halda því fram rísandi upp á afturlappirnar væri hann ekki í ríkisstjórn og hundskamma ríkisstjórnina. Nú er hann hins vegar rólegur, liggur fram á lappirnar nema þá er hann dregur þær ...

Og hvernig er það annars með þessa guðsvolaða ríkisstjórn? Geta ráðherra fengið að fara því fram sem þeir vilja án þess að aðrir eigi nokkra möguleika á andmælum?

  • Steingrímur er á móti ríkisstjórninni sem er í stríði.
  • Jóhanna er á móti Jóni Bjarna sem ver kvótakerfið
  • Jón Bjarna er á móti ríkisstjórninni sem vill ganga í ESB
  • Ögmundur er á pínulítið á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórnarráðið
  • Jón Bjarnason er obbbboðslega mikið á móti breytingum á lögum um stjórnarráðið 
  • Samfylkingin vill í ESB en VG ekki
  • VG vill ekki vera í NATÓ en Samfylkingin vill vera þar
  • VG er í ríkisstjórn sem vill vera í NATÓ
  • VG vill ekki ganga í Samfylkinguna
  • Samfylkingin vill ekki í VG

Lengi lifi samstaða íslenskra vinstri manna. 


mbl.is Vorum ekki spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband