„Þú komst hvergi nærri ráðningunni ...“

Ég fékk í hendur tölvupóst. Veit eiginlega ekkert um málið en birti tölvupóstinn hér ef vera skyldi að einhver gæti bent mér á hver sé eigandinn og um hvað hann er að tala:

Sæl Jóhanna,

Bestu þakkir fyrir símtalið áðan. Hafðu engar áhyggjur, við reddum þessu eins og ekkert sé. Það eru þó nokkur atriði sem við verðum að hafa á hreinu.

  1. Þú komst hvergi að ráðningu skrifstofustjórans, mundu það
  2. Kenndu sérfræðingunum hérna í ráðuneytinu um allt, það þorir hvort eð er enginn að halda öðru fram, ég sé um það.
  3. Láttu hvergi vitnast að þér sé illa við Önnu Kristínu Ólafsdóttur
  4. Haltu því fram að það hefði verið verri kostur að ráða Samfylkingarmanninn Önnu Kristínu. Þá hefðir þú verið ásökuð um pólitíska ráðningu.
  5. Betra er að vera ásökuð um brot á jafnréttislögum en pólitíska ráðningu (held ég ... er að kanna það nánar)
  6. Ég dekka fyrir þig fjölmiðlana, sérstaklega Kastljósið. Ekki fara í nein löng viðtöl, ef þú lendir í einhverju haltu þig við söguna, þú komst hvergi nærri, þetta er allt starfsfólki ráðuneytisins að kenna. 
  7. Mundu bara, þú vissir ekkert fyrr en allt var afstaðið.
  8. Svo sendum við grátklökkt bréf til Samfylkingarmanna þar sem þú skýrir málið og veist ekkert hvaðan á þig stendur veðrið. 
Ég er þegar farinn að vinna að yfirlýsingum og fréttatilkynningum og sendi út um leið og stjórnarandstaðan eða fjölmiðlar fara að röfla. Er líka að taka saman eitthvað um Björn Bjarnason, reyni að dreifa umræðunni og dreg hann inn í flækjuna og þá gleymist þú um leið. Trúðu mér.
 
Er að skrifa bréfið til flokksmanna akkúrat núna. Er sérstaklega ánægður með þetta: 

Fátt hefur enda staðið mér nær í pólitísku starfi mínu en baráttan fyrir jafnrétti kynjanna og í nafni þeirrar baráttu ekki síst tók ég að mér það verkefni að verða formaður Samfylkingarinnar og fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands.

Finnst þér ekki vel að orði komist hjá mér ...? 

Hið eina sem böggar mig er að þú ert fyrsta konan í embætti forsætisráðherra og nú færðu á þig svona slæma niðurstöðu jafnréttisnefndar. Veit ekki alveg hvernig ég get tæklað það, betra að þú værir kall ...
 
Þinn Hrannar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Sigurður. Finnst þér þú vera meiri maður núna? Hverjum ert þú að "hjálpa" með að skrifa svona ? Þetta segir meir um þig en Jóhönnu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2011 kl. 10:22

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæl Anna. Bestu þakkir við hreinskilnar athugasemdir. Sannast sagna lit ég á það sem er að gerast og skrifa um það. Í þessu tilviki finnst mér með ólíkindum hvernig forsætisráðuneytið hefur tekist að klúðra málum svo herfilega. Og ráðherrann kennir bara öðrum um. Hún ber hina endanlegu ábyrgð því hún er æðsti yfirrmaður ráðuneytisins og þarf að leiðandi verður hún að axla ábyrgð sína.

Hvað sjálfan mig varðar, reyni ég að vera sanngjarn í skrifum mínum og málefnalegur. Hins vegar leyfi ég mér mismunandi stílbrögð og kannski húmor. Það skilja ekki allir en það segir meira um mig en aðra, rétt eins og þú segir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2011 kl. 10:42

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Í þessu máli gat Jóhanna ekki gert annað, og virða ber það sem vel er gert hjá öllum, óháð flokkum. Siðferði er það sem hefur skort í Íslenskri stjórnsýslu frá upphafi. Það er ekkert nýtt, og úr öllu samhengi að kenna Jóhönnu Sigurðardóttur um það, eiginlega bara fyndið að láta sér detta svoleiðis fjarstæða í hug.

 Bókin: Falið vald, er góð lesning um hvernig siðlaus lög verja hvítflibba-glæpamenn, og svíkja heiðarlegt fólk. Svo er til einhver gylliboða-setning sem hljóðar einhvernvegin svona: með lögum skal land byggja og ólögum eyða? Vantar okkur ekki lög til að breyta ólögum á Íslandi? Eða eyða svikulum dómurum? Ekki veit ég?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2011 kl. 11:06

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæl aftur. Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er sú að hún braut jafnréttislög. Skýrara getur það ekki orðið. Síðan leyfir Jóhann sér að kenna öðrum um, þykist ekki hafa komið að ráðningunni. Tómt klúður hjá konunni og ekki síður aðstoðarmanninum. Meira að segja samflokksmenn Jóhönnu á þingi skilja að hér er um alvarlegt mál að ræða sem taka þarf á.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2011 kl. 11:18

5 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Anna, það vita það allir að Jóhönnu var vandi á höndum.Hún vildi alls ekki ráða Önnu Kristínu fv. aðstoðarmann Ingibjargar Sólrúnar ( sem Jóhönnu finnst skyggja á sig sem Samfylkingarfrömuð)og því var fenginn ráðgjafi sem "vissi" hvern átti ekki að meta hátt og þar með var kominn bakdyraleiðin ef einhver færi að ybba gogg og fokka málinu upp. Sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og í flest öllu sem þessi volaði forsætisráðherra okkar framkvæmir þessa dagana.

Sveinn Egill Úlfarsson, 25.3.2011 kl. 11:19

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega sögu. Það er sorglegt að horfa upp á hvernig Jóhanna hefur spilað úr þessu máli, en þó enn sorglegra að sjá hvernig hellstu stuðningsmenn hennar reyna að klóra yfir skítinn fyrir hana, nú síðast kvennadeild Samfylkingar.

Þó skrif þín séu háð reynist þó sannleikskorn í þeim. Hrannar hefur sennilega verið hellsti akkilesarhæll Jóhönnu. Hrannar er gjörsamlega sneiddur siðferði og oftar en ekki hefur það orðið til þess að Jóhanna hefur komið verr út en ella. Hann á örugglega þátt í því hvernig viðbrögð Jóhönnu voru við þeim dóm sem hún fékk á sig.

Ef Jóhanna hefði haft sér til aðstoðar einhvern með smá snefil af sómatilfinningu, hefði sá aðstoðarmaður lagt til við hana að svara þessu lögbroti af auðmýkt og viðurkenna brot sitt. Umræðan á þingi hefði þá kannski orðið önnur en hún var.

Það er hins vegar enginn mannlegur máttur sem getur fengið Jóhönnu til að segja af sér. Það gerir hún aldrei.

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2011 kl. 23:37

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ánægjulegt að sjá að það sjá einhverjir þessi söguómynd er háð. Bestu þakkir, Sveinn og Gunnar. Var farinn að halda að enginn áttaði sig á raunveruleikanum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2011 kl. 23:51

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

  Ég fæ ekki séð nokkurn húmor í þessu og finnst færslan ömurleg. Er leyfilegt að skrifa svona, undir nafni Hrannars?

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.3.2011 kl. 14:35

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hrannar hver ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.3.2011 kl. 16:55

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst þetta fyndið, sérstaklega í ljósi þess að þetta GÆTI verið orginal bréf, sem það er samt auðvitað ekki. (A.m.k. ekki orðrétt  )

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2011 kl. 23:57

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það hlýtur þú að vita best sjálfur Sigurður, þú ert jú höfundur bréfsins, ikke? Þú veist kannski ekki hver þessi Jóhanna er heldur?

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.3.2011 kl. 00:55

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Láttu nú hér við sitja, Bergljót. Hafirðu hvorki húmor né skilning á þessari færslu benda allar líkur til þess að þú áttir þig hvorki á vanda forsætisráðherra né ömurlegri vörn aðstoðarmannsins fyrir hennar hönd.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.3.2011 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband