Vaðlaheiðagöng skipta miklu máli

Það er ekki rétt hjá innanríkisráðheranum að miklu máli skipti að heimamenn á Norðurlandi styðji að fjármagna Vaðlaheiðargöng með gjaldtöku. Líkur benda til þess að gjaldtaka muni aldrei standa undir nema hlut af kostnaði. FÍB hefur bent á að göngin spari sáralítinn krók.

Engu að síður eru göngin mikilvægur þáttur í samgöngukerfi landsmanna. Og þá er ástæða til fyrir heimamenn á Norðurlandi sem og aðra að styðja verkefnið.

Menn eiga ekki að láta eins og Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga og tveir þingmenn Norðausturkjördæmis, þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, sem krefjast breytinga á þjóðveginum við Blönduós og spyrja ekkert um vilja heimamanna.

Sveitarfélög og þingmenn eiga að venja sig á samvinnu en ekki rjúka af stað með offorsi fyrir eitt sveitarfélag gegn öðru eða etja sveitarfélögum saman.

Í anda heiðarlegrar samvinnu geta nú Húnvetningar lagt sitt lóð á vogarskálarnar og hvatt til þess að lagt verði í Vaðlaheiðargöng. Fæstir eru svo illa innrættir að leggjast eingöngu gegn göngunum vegna óvinsemdar áðurnefndra aðila.

Við uppbyggingu vegakerfisins þarf að huga að öryggi vegfarenda. Vaðlaheiðagöng sneiða hjá Víkurskarði sem getur verið afar erfiður sérstaklega að vetrarlagi. 

 


mbl.is Nýtt félag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég tel þetta ekkert með öryggi vegfarenda að gera - hér er verið að búa til eitthvað sem ekki þarf svo mikið - ekki núna allavegana .... seinna kanski ... kanski

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2011 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það getur vel verið að Vaðlaheiðargöng skipti máli.  En það er ýmislegt annað sem skiptir meira máli í samgöngumálum landans.  Eins og til dæmis að færa vegakerfi Vestfjarða til nútímahorfs.  Nema kannski að það eigi að friða andsk.... holurnar á Dynjandisheiðinni?

Sigríður Jósefsdóttir, 24.2.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband