Við, nokkrir veiðimenn, viljum fund með Ögmundi

Það skyldi þó ekki vera að kominn sé vísir að nýjum þrýstihópi í þjóðfélaginu. Grínlaust sagt er ugglaust ástæða til þess fyrir „kjörna“ fulltrúa á stjórnlagaþing að kanna stöðu sína og forvitnast um viðbrögð stjórnvalda vegna ógildingar kosninganna.

Lítið mun þó fást uppúr innanríkisráðherra. Hann hefur lýst því yfir að honum komið málið eiginlega ekki við. Þá ályktun má draga af því að hann telur sig hvorki eiga að biðja þjóðina afsökunar né að segja af sér vegna málsins. Þess vegna gætu hinir „kjörnu“ fulltrúa allt eins rætt við öryggisverði á Alþingi eða mig ...

Hins vegar væri gaman að vita hvort Ögmundur verði spurður að því hvort hann sjái einhverja möguleika á því að tuttugu og fimmmenningarnir fái að koma saman á kostnað ríkissjóðs og setja þjóðinni stjórnarskrá?Ekki síður verður forvitnilegt að frétta af svari ráðherrans.

Annars erum við hérna nokkrir félagar sem höfum stundað rjúpnaveiðar í mörg ár (án viðunandi árangurs) en við viljum endilega hitta innanríkisráðherra sem fyrst og ræða niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings. Tekið skal fram að við lítum, ... sko eiginlega ... ekkert obboðslega á okkur sem þrýstihóp en erum tilbúnir til að ræða við ráðherrann. Hann má tiltaka stað og tíma hérna í athugasemdakerfinu.


mbl.is Fundað um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband