Hvers vegna að biðjast afsökunar ...?

Hvers vegna ætti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að biðjast afsökunar á því að þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi var dæmd ógild. Þetta eru ástæðurnar:

  • Margir komu að framkvæmdinni
  • Framkvæmdin var flókin
  • Frambjóðendur voru margir
  • Tíminn var naumur
  • Svona kosning er einsdæmi

Nú ætti landslýður að hætta að velta sér upp úr þessum Hæstaréttardómi, hætta að leita að blórabögglum og líta til framtíðar. Þar blasa við fjöldi verkefna: Icesave, efnahagsmál, atvinnuleysi, kjarasamningar, fjárskortur fyrirtækja og svo framvegis.

Þó er ekki laust við að það hvarfli að manni sú lævísa spurning hvort sú ríkisstjórn sem ekki getur látið klakklaust framkvæma einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu geti leyst þau verkefni sem nú blasa við. Svari svo hver sem getur.

 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anderson

Að biðjast afsökunar. Af hverju geta menn ekki beðist afsökunar ef þeir bera ábyrgð, þó ekki nema hluta, sem hún vissulega ber? Kannski vegna þess að margir leggja afsökunarbeiðni að jöfnu við afsögn eða eitthvað álíka. Að ef maður biðst afsökunar, fyrir hönd einhverja jafnvel, að þá beri manni að segja af sér um leið því maður sé svo ómögulegur? Ég skil það ekki. Ég væri glaður ef hún bæðist afsökunar á þessu klúðri en myndi um leið hvetja fólk áfram og tilkynna að nýjar kosningar yrðu gerðar þar sem dreginn yrði lærdómur af þeim fyrri. Ég þoli ekki þetta "ekki benda á mig... sjáðu alla hina" í íslensku samfélagi.

Svo fannst mér hálf dapurlegt að fréttamaðurinn minntist tvívegis um milljarða en ekki milljónir... þótt þúsundfaldur munur sé þar á.

Anderson, 28.1.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Elle_

Já, ég tók eftir þessu sem Anderson sagði siðast.  Fréttamaðurinn notaði 2svar orðið milljarða í stað milljóna.  Hann notaði aldrei orðið milljón.  Og Jóhanna svaraði eins og ekkert hefði verið rangt við spurninguna sem mér fannst vægt sagt skrýtið. 

Hef oft tekið eftir og sagði það fyrir löngu að of margir rugli saman milljónum og milljörðum (1000 milljónir í 1 milljarði) og væntanlega Jóhanna sjálf.  Kannski þessvegna sem ICESAVE liðinu finnst ekkert mál að við borgum hundraða milljarða ICESAVE lögleysuna? 

Og það er líka satt hjá Andersen að landsmenn geta næstum ekki sagt fyrirgefðu og hafa næstum aldrei rangt fyrir sér og það er óþolandi.  Maður finnur mikinn mun á þessu hjá fólki í venjulegum löndum.  Hinsvegar væri innantóm afsökunarbeiðni Jóhönnu sem svífst einskis, fullkominn óþarfi.  

Elle_, 28.1.2011 kl. 22:36

3 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Afsökunarbeiðni er samansem að seigja ég hafði rangt fyrir mér og/eða ég gerði mistök. Það gera allir mistök og hafa rangt fyrir sér einhverntíman nema náttla pólitíkusar þeir hafa alltaf rétt fyrir sér og þegar þeir hafa rangt fyrir sér reyna þeir allt sem þeir geta til að upphefja vitleysuna þannig að almúginn trúir að vitleysan sé það eina rétta og ef það tekst er viðkomandi góður pólitíkus.

Sjálfur vinn ég við að bilanagreina vinnuvélar og gera við, það kemur oft fyrir að bilanagreining reynist röng og jafnvel alveg út úr kú :) þá eru jafnvel pantaðir varahlutir fyrir stórfé til að gera við ætlaða bilun, vélin lagast ekkert við nýju varahlutina, þá er bara að halda áfram að finna bilunina og biðja kúnnann afsökunar fyrir vinnustoppi, kunnáttuleysi mínu eða vanhæfi í starfi. Mitt fyrirtæki þarf að taka á sig kostnaðinn af minni rangri bilanagreiningu ekki kúninn. En að reyna að trúa kúnanum um að þetta sé bara svona og hann þarf að borga allt, er ekki til í dæminu, þannig vinnum við ekki, við viðurkennum mistökt (shit happens) og reynum altaf að finna hina einu réttu lausn á vandamálinu. Okkar blessuðu pólitíkusar og ekki síst kommaríkisstjórnin okkar mun aldrei viðurkenna eigið klúður!!!

Óskar Ingi Gíslason, 29.1.2011 kl. 02:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Reyndar baðst Steingrímur afsökunar á 1.Icesave,,samningnum,, Þessi gerviauðmýkt hlaðin hræsni,kveykti strax grun hjá mér um að hann var kominn áleiðis að 2.-3hring ef með þyrfti. Endilega ganga frá óvinum sínum Íslendingum. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2011 kl. 04:46

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurður - var kosningin svo flókin að ekki var unnt að vera með löglega kjörklefa - var hún svo flókin að frambjóðendur gætu ekki haft fulltrúa við talninguna var hún svo flókin að það þyrfti mannréttindabrot til þess að framkvæma hana???

Ef þetta var allt svona flókið - hversvegna mátti þá ekki hlusta á aðvörunarorð m.a. Sjálfstæðismanna og gefa sér aðeins meiri tíma í undirbúninginn?

Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.

Geri þau það ekki  er allt þeirra tal og öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.

Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson o.fl

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 09:38

6 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Fyrir mér er aðalmálið hér "mannréttindabrot" skv. því sem Ólafur Ingi skrifar um hér en aðalgalli þessarar ótrúlegu kosningar var mismunandi vægi sætanna á kosningaseðlunum.Þannig náðu kosningu fólk sem alls ekki var með flest atkvæðin fólk sem naut þess að vera "þekkt" og hafa flokksmaskínur á bakvið sig sem skipulagði 1. sætis kosningu sinna frambjóðanda. Lögin um þetta er á ábyrgð forsætisráðherra og framkvæmd þeirra líka. Kynning á þessu sætavægi fór algerlega framhjá mörgum sem kusu öðruvísi en þeir hefðu annars gert.

Það var margreynt að benda á að þessar kosningarreglur væru ófullnægjandi bæði á þingi og í fjölmiðlum en yfirgangurinn var slíkur að þetta var bara "fyrirsláttur í íhaldsöflum".

Hvar sem væri á Norðulöndum, um alla Evrópu og USA væri sá ráðherra sem bæri ábyrgð á þessum málaflokki látinn taka pokann sinn og jafnvel stjórnin öll. Engri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins yrði sætt ef hún hefði staðið svona að verki og sóað hundruðum milljóna út um gluggann á sama tíma og störf eru skorin niður og velferðarkerfið eyðilagt fyrir minni upphæðir.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.1.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband