Eftirlitsstofnun sem þarf að vera opnari

Fjármálaeftirlitið býr við þann vanda að geta illa komið frá sér upplýsingum. Á stofnuninni liggja fréttamenn og fá eiginlega engin almennileg svör. Almannatengslin eru sem sagt slök.

Ætli stofnunin að ná þeim árangri sem starfsfólkið vill þarf að gjörbreyta viðhorfi gagnvart upplýsingamiðlun og hætta að vera stofnun í þröngri merkingu þess orðs og byrja á því að vera þjónustustofnun sem miðli jafnt og þétt upplýsingum um mál, stöðu þeirrar og niðurstöður rannsókna.

Geti stofnunin gert þetta kann að vera að hún nái virðingu meðal almennings.  


mbl.is FME hefur brugðist við gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég hef lagt leið mína í Fjármálaeftirlitsvirkið á Suðurlandsbrautinni. Í anddyri stigahússins á neðstu hæð situr öryggisvörður og heimtar að skrá gestkomandi inn í tölvuskrá við inngöngu í húsið. Ég veit ekki hvað hann gerir ef gestkomandi neitar skráningu, en ímynda mér að reynt yrði að meina viðkomandi aðgang. Þegar upp er komið þarf að hringja dyrabjöllu til að komast inn í afgreiðsluna, ca. 8-10 fm herbergi með glerglugga á vegg til samskipta. Þessar móttökur eru ekki sæmandi opinberri stofnun að mínu mati. Og ekki veit ég hvaða heimildir eru þarna að baki. Undirstrikar einungis vegginn á milli þjóðarinnar og FME.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.11.2010 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband