17 reglur við val á fólki á stjórnlagaþing

Mörgum óbreyttum kjósandanum fallast hendur þegar velja þarf á milli 523 ágætlegra hæfra manna sem vilja inn á stjórnlagaþing. Þetta er þó minna vandamál en virðist. Hér er pottþétt aðferð til að velja á milli manna.

Gott er að afrita listann, líma hann inn á Excelskjal og þá er hægt að raða honum eftir þeim dálkum sem í boði er. 

Svona ætla ég að gera:

  1. Velj þann sem ég þekki persónulega og treysti
  2. Velja einn af hverri stétt
  3. Raða öllum frambjóðendum eftir starfsheiti
  4. Ekki velja fólk eftir útliti og alls ekki eftir því hveru vel þeir eru máli farnir.
  5. Sleppa öllum þrasstéttum, t.d. blaðamönnum, ritstjórum, stjórnmálafræðingum, fjölmiðlamönnum og -fræðingum og prestum. Að öðrum kosti endum við með lið sem hefur óskaplega mikla æfingu í að segja frá engu í löngu máli.
  6. Sleppa öllum sem titla sig forstjóra.
  7. Sleppa öllum sem eru háttsettir embættismenn, t.d. forstjóra Vinnumálstofnunar, talsmanni neytenda, þeir hafa nóg að gera, ef ekki þá eiga þeir að fá sér annað starf.
  8. Sleppa þeim sem eru með mörg starfsheiti. Þeir eru líklega að reyna að fleyta sér áfram á vafasömum forsendum
  9. Sleppa þeim sem eru með löng starfsheiti, þau eru bara til vandræða. Eitt starfsheiti er meira en nóg sama á við menntun. Sá sem er með mikla menntun er bara til óþurftar, veit ekkert hvað hann vill.
  10. Sleppa öllum nemendum, þeir hafa ekki næga reynslu eða þekking, þess vegna eru þeir í námi.
  11. Sleppum leikurum eða leikstjórum, hinir fyrrnefndu hafa aðeins reynslu af því að segja það sem aðrir hugsa og þeir síðarnefndu hafa aðeins reynslu af því að segja öðrum að haga eins og allt aðrir.
  12. Engir nafnar mega vera í úrvalinu, velja þarf á milli þeirra sem bera sama fornafn. Allt annað veldur ruglingi.
  13. Velja alla sem eru með fyrrverandi (fv.) í starfsheiti. Þetta eru yfirleitt fólk sem hefur mikla og góða reynslu. Þessi regla upphefur reglu nr. 3 til 8.
  14. Velja flesta af landsbyggðinni, við þurfum að hlusta á venjulegt fólk.
  15. Ekki velja neinn sem hefur auðkennistölu sem endar á þremur og sjö, 3 og 7. Af hverju? Jú, það fækkar þeim sem þarf að velja ...
  16. Velja þá sem eru atvinnulausir. Það þarf kjark til að titla sig þannig og slíkir lofa góðu.
  17. Sleppa öllum þeim sem era ættarnafnið Wium, annars er hætta á að fyrrverandi forsetaframbjóðandi setjist á stjórnlagaþing.

Nú, þegar þarna er komið sögu ætti ég að vera kominn með ca. 40 manna lista. Þá er kominn tími til að fara yfir kynninguna á þessu liði og strika þá miskurnarlaust út sem eru mannkynsfrelsarar, ætla sér að gjörbreyta og bylta og ekki síst strika þá út sem eru einfaldlega leiðinlegir. Það er nóg af slíkum á háttvirtu Alþingi.

Hafi einhver athugasemdir við þessar reglur eða telji mig vera persónulegan andstæðing sinn þá er það líklega alveg rétt. Ég er tilbúinn til að laga og breyta ofangreindum reglum fái ég góðar ábendingar.


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verð ég að segja Sigurður að þessari lesningu hafði ég svo sannarlega gaman að ........þrátt fyrir að vera í framboði - bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 29.10.2010 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru ágætar þumalputtareglur, en ég hef eina athugasemd: Hvað er að því að gjörbreyta og umbylta? Er það ekki kannski einmitt það sem þarf? Ef engu ætti að breyta væri stjórnlagaþingið tilgangslaust.

Tek það fram að ég er ekki í framboði sjálfur.

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 19:42

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jóhannes, ég kýs þig. Já, og þig líka Gísli.

Guðmundur, sá sem gjörbreytir og umbyltir veit ekki hvað hann fær. Góð kona sagði að góðir hlutir gerðust hægt og ég er fyllilega sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.10.2010 kl. 19:46

5 Smámynd: Grefill

Sumir misskilja þessa ágætu reglu og gera hlutina svo hægt að þeir gerast aldrei. Passa sig á þeim líka.

Grefill, 29.10.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég hefði nú búist við hvassara skoti frá Grefli, vini mínum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.10.2010 kl. 20:23

7 Smámynd: Grefill

Svo auðvitað þeir sem gera hlutina svo hægt að þeir gerast allt of seint. Ekki kjósa þá.

Grefill, 29.10.2010 kl. 20:24

8 Smámynd: Grefill

Ég er orðinn eitthvað svo óhvass á þessum síðustu.

Grefill, 29.10.2010 kl. 20:25

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lygn, heitir það. Sumir eru svo hægir að þeir eru lygnir, en lygnir pollar geta verið djúpir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.10.2010 kl. 20:29

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er heilmikill sannleikur í þessu Sigurður, og ég tek undir að stjórnarskránni ætti ekki að breyta nema að vandlega athuguðu máli.

Hinsvegar geta stórar breytingar eða hraðar verið nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum. Svo dæmi sé tekið að ef komið er að slysstað þarf oft að bregðast hratt við til að forða frekara tjóni, og annað dæmi er ef eitthvað mannvirki er gjörsamlega ónýtt þá getur verið betra að rífa niður og byggja alveg nýtt heldur en að reyna að tjasla upp á hræið.

Ég er alls ekki að meina að þetta eigi endilega allt við um stjórnarskránna, heldur er það sem ég vil benda á að góðar hugmyndir hafa einmitt tilhneigingu til að virðast byltingarkenndar á þeim tíma sem þær eru fyrst settar fram. Til dæmis ef einhver hefði spáð því árið 1960 að allir ættu eftir að ganga með þráðlaust símtæki á sér hefði það eflaust þótt byltingarkennd hugmynd, en núna 50 árum seinna...

Þessu þarf að huga vel að við gerð stjórnarskrár, bæði að hún taki mið af þörfum þjóðfélagsins eins og við þekkjum það, en um leið að hún innihaldi helst ekki eitthvað sem verður fljótt úrelt ef áherslur í þjóðfélaginu breytast.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 20:42

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Alveg ágæt rök hjá þér og ég er sammála. Hins vegar breytist þjóðfélagið hratt og ekki þarf allt að vera í stjórnarskrá. Ýmislegt nægir að hafa í lögum og reglum. Ég tel okkur ekki þurfa stóra stjórnarskrá. Grunnreglurnar eru tiltölulega fáar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.10.2010 kl. 20:47

12 Smámynd: Grefill

Ert þú ekki í framboði Sigurður?

Grefill, 29.10.2010 kl. 22:07

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er tvennt sem fólk passar sig á hvað mig varðar. Enginn vill hlusta á mig syngja og enginn vill fá mig í framboð. Af tvennu illu vilja sumir að ég taki lagið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.10.2010 kl. 23:40

14 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Afhverju komstu ekki fyrr með þennan lista? Ég held ég uppfylli nánast allt sem er á honum en núna er of seint fyrir mig að sækja um. Ætli það sé hægt að fá undanþágu?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.10.2010 kl. 00:26

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Sigurður. Átjánda reglan er sú að þeir sem hafa tvö eða fleiri millinöfn eru ekki gjaldgengir. Annars hefði ég örugglega kosið þig. En undanþágur fást því miður ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 00:31

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Góðar reglur - flestar - gaman að menn hafi kímnigáfu -

starfsheitin eru merkileg - RÁÐGJAFI - í hverju - SJÁLFSTÆTT STARFANDI - í hverju - NEMI - í hverju - NEMI RÍKISSTARFSMAÐUR - nú - er það hlutastarf að vera ríkisstarfsmaður?

KENNARI SKÓLASTJÓRI PRESTUR - ?????

Kanski yfirsást mér en ég sá ekki HJÚKRUNARFRÆÐIN - né SJÚKRALIÐA  á listanum - sakna þeirra stétta -

Við hvað starfar kultursociolog?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.10.2010 kl. 09:14

17 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Ólafur. Þetta ERU góðar reglur - ALLAR, hver einasta. Bestar eru þær óbirtanlegu.

19. reglan er sú að strika út þann sem skráir sig með erlendu starfsheiti eða menntun. Ráðgjafi er hins vegar fínt starfsheiti, hef lengi brúkað slíkan titil og þess vegna er hann góður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 09:23

18 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

oh...

búinn að sortera listann..

bara 6 eftir... :P

Birgir Örn Guðjónsson, 30.10.2010 kl. 10:57

19 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Birgir, þú hefur bara gert eitthvað vitlaust. Sé rétt unnið verða aldrei færri á listanum en 28, þar af 14 konur og 17 manns af landsbyggðinni. Og listinn veður aldrei fjölmennari en 43. Reyndu aftur, ekki gefast upp.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 11:03

20 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hm  ráðgjafi - eru ekki allir ráðgjafar?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.10.2010 kl. 11:56

21 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Ólafur, nema kannski þeir sem eru ráðsalar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 12:35

22 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður mér líst ljómandi vel á þessa aðferð þína við að sortera og ætla ég að leyfa mér að hafa hann með mér þegar ég fer yfir listann, og hafðu þökk fyrir þetta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.10.2010 kl. 14:49

23 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hana aðferðina með mér átti að vera en ekki hann, fyrirgefist mér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.10.2010 kl. 14:50

24 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fallega sagt, Ingibjörg. Að velja 25 til 30 manns af 500 manna lista er geðveiki og raunar er málefnalegt val útilokað. Þetta er gríðarlegur galli við góða lýðræðislega hugmynd og raunar er aðferðin hreinlega skemmdarverk. Fyrir vikið held ég að á stjórnlagaþingið verði valið fólk sem hefur mikinn minnihluta atkvæða á bak við sig - nema auðvitað að meirihlutinn kjósi eins og ég ... Hins vegar vona ég það besta enda bjartsýnismaður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 14:58

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég þekki þarna nokkur nöfn sem ég ætla að velja og svo læt ég það nægja. Erlingur Sigurðarson er Mývetningur, hestamaður og músíkalskur söngmaður. Hann vel ég auðvitað fyrstan. Eiginlega er mér drumbs með að kjósa laglaust fólk til trúnaðarstarfa og mikill kostur er að kunna að sitja hest.

Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 19:20

26 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Erfitt að ger þér til hæfis, Árni. Þú munt aldrei kjósa mig, ég er sagður syngja illa og hef aldrei ánetjast hestamennsku.

Þetta orðalag vekur athygli mína: „Eiginlega er mér drumbs ...“ Hvers lenska er það?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 19:25

27 Smámynd: J.Ö. Hvalfjörð

Ég er búinn að renna yfir þennan lista og þekki ekki kjaft á honum. Kannast við sum nöfn en get varla kosið eftir því.

Hverjum/hverri mæla menn með?

J.Ö. Hvalfjörð, 30.10.2010 kl. 20:55

28 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég þekki ekki marga, Jóhann. Suma þeirra ætla ég að kjósa, aðra ekki. Vandamálið er að lýðræðið virkar ekki með 530 manna einstaklingskjör. Ekki nokkur maður endist til að kynna sér stefnumál og karakter allra. Þess vegna er best að nota þá aðferð sem ég mæli með í pistlinum, hún er jafngóð og hver önnur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.10.2010 kl. 20:59

29 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er dágóð aðferðafræði sem þú kynnir hér til sögunnar. Þakka þér fyrir góða færslu. Mín lausn á kosningavandanum er öll önnur og langt um verri. Reyndar ekki mönnum bjóðandi! Ekki meira um það!

Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 18:09

30 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Björn. Þín aðferð hefur það fram yfir mína að hún er sveipuð dúlúð og leyndarhyggju og niðurstaðan eru tölur, án efa stórmerkilegar rétt eins og leyndarmál krossriddaranna forðum daga. Þessu ber að fagna enda ljóst að kosningarnar verða eins og dorg í gruggugum polli, skila líklega ekki neinu nema tölum en ekki fólki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband