Getur ríkisstjórnin ekki gert neitt rétt?

Þetta hljóta að vera einhver mistök.  Það gengur alls ekki að mismuna aðilum eftir því hvort þeir eru einstaklingar eða fyrirtæki. . Hver gætu verið eðlileg rök fyrir slíku. Hvað með gráu svæðin? Fjöldinn allur af fólki er t.d. með bíl sem skráður er á fyrirtæki og stendur í skilum með hann. Ástæðan getur verið margvísleg, t.d. skattaleg, viðkomandi er á vanskilaskrá og notar því hlutafélagaformið og svo má lengi telja.

Aðalatriðið er að norræna velferðarstjórnin bjóði upp á eina lausn fyrir alla en ekkimismunandi eftir því hvort um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga, konur eða karla, hávaxna eða lágvaxna, stóra bíla eða litla, jeppa eða smábíla. Er það til of mikils mælst eða er útilokað að þessi ríkisstjórn fari rétt að hlutunum?


mbl.is Mannamunur gerður með löggjöf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að persónugera fyrirtæki?

Ég bið fólk að kynna sér hin ýmsu rekstrarform sem eru í boði á Íslandi.

Einstaklingur með vsk. nr. er með rekstur.  Þar með getur einstaklingurinn nýtt sér hin ýmsu fríðindi.  T.d. fengið vaskinn endurgreiddan af kostnaði sem til fellur vegna rekstursins. 

Það má ekki blanda saman venjulegu launafólki og einstaklingum sem reka fyrirtæki á eigin kennitölu.

Nema þá að einstaklingurinn er í rekstri og vill græða enn meira á kostnað venjulegs launafólks í landinu.  Þá er það auðvitað hægt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nágranni minn rekur lítið fyrir tæki og veitir 4 starfsmönnum vinnu.  Þar kom að það þurfti að endurnýja tækin í fyrirtækinu að kröfu tímans og hann fékk 20 miljóna kr. Lán og að ráði vitura peninga manna þá var það gengistryggt í einhverri  erlendri mynt. 

En svo verður breyting og þetta 20miljóna lán er allt í einu farið að slaga uppí áttatíu miljónir og þá brást rekstrargrundvöllurinn og þessi nágranni minn á þar með minna enn ekki neitt.    

Annar nágranni minn var komin fram yfir miðjan aldur og hugsaði sér að nú væri komin tími á að hann eignaðist nýjan bíl í fyrsta skipti á ævinni og fékk til þess gengistryggt lán. 

Það endað svo allt með ósköpum þar til að gengistryggð bíla lán voru dæmd ólögleg.  Hver er munurinn á gengistryggðu bíla láni og gengistryggðu atvinnuskapandi láni?  Hver er óþokkinn?

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Stefán. Virðisaukaskattskerfið felur ekki í sér nein fríðindi. Það er grundvölllurinn að innskattur dregst frá útskatti og þú greiðir mismuninn til ríkissjóðs. Inneign á virðisaukaskatti getur átt sér stað en á að vera algjör undantekning. Ekki gleyma eignarhaldsfélögum sem mörg hver eru ekki með neinn rekstur.

Hrólfur, ég þekki líka nokkru svona sorgleg dæmi.Þetta eru hrikalegar aðstæður þar sem fólk hrekst út í einhvers konar vanda sem enginn á í raun sök á. Enginn vondi kall, ekkert svart og hvítt, allt grátt í alls kyns tónum. Þess vegna þarf að vinda ofan af þessum málum, ekki aðeins hjá einstaklingum heldur líka fyrirtækjum. Að öðrum kosti verður aldrei friður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.9.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband