Hótun og hefnd er æ meira ráðandi

Er ekki ástæða til að kalla fulltrúa skosku heimstjórnarinnar hingað til lands og brýna hana í því að standa við stóru orðin?

Grínlaust sagt, hefndaraðgerðir eru æ meira ráðandi í samskiptum milli þjóðarhópa. Fæstir nenna að fara samningaleið að málunum, miklu frekar er brandinum veifað og hótanir ganga á milli aðila. Þetta er alls ekki sæmandi og allra síst skosku heimastjórninni. Dreg það stórlega í efa að stríð sé efst í huga Skota, heldur að hér er sá duglegi laxmaður, Alex Salmond forsætisráðherra heimastjórnarinnar, að sýna dugnað sinn og eldmóð fyrir fjölmiðlum og hagsmunahópum.

Þegar hótanir og hefndaraðgerðir verða ráðandi milli þjóða eða hópa innanlands þá er stutt í að menn fari hreinlega að láta hendur skipta. Höfum við byggt upp þjóðfélög í Evrópu frá því allt logaði í ófriði og slátrun fólks til þess eins að sagan endurtaki sig í smáum stíl og eitri samskipti milli fólks?

Hefur enginn áhyggjur af þessari þróun? 


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef aðallega áhyggjur af því ef þessi þróun felur í sér að við verðum sett inn í klúbb þar sem hinir meðlimirnir gera ekkert nema að sparka í okkur... liggjandi. Maður hlýtur að spyrja sig... er ESB = Fight Club ?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2010 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband