Þjóðin margoft synjað þessari stefnu allaballa

Undarleg staða er komin upp. Gamaldags sósíalistar og allaballar á borð við þá sem töpuðu í hverjum kosningunum á fætur öðrum allt frá því landið varð lýðveldi eru nú komnir til valda á Íslandi.

Aldrei náðu þessi menn fylgi við stefnu sína. „Ísland úr Nató og herinn burt“ var slagorðið um langan tíma. Aldrei náðu þeir að reka herinn úr landi jafnvel þó það hafi verið dýpsta heitstrenging þeirra fyrir hverjar kosningar á fætur öðrum. Og svo fór herinn og þessir gamaldags sósíalistar höfðu ekkert um það að segja né heldur apparatið þeirrra Samtök herstöðvarandstæðinga eða sami félagsskapurinn með nýja nafninu.

Og nú vill sá þingmaður sem er einn af þeim aftuhaldssinnuðustu og þjóðernissinnaðri en þjóðarflokkarnir í Noregi, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi til samans, reyna á þolrif Samfylkingarinnar, systurflokksins og freista þess að koma landinu úr Nató. Ekki rekur hann þann eina her sem er í landinu ennþá, Hjálpræðisherinn í burtu.

Hva, eruð þið á móti þjóðaratkvæðagreiðslu, mun Ögmundur örugglega segja, við andmælendur. Um leið man hann ekkert eftir Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunni né heldur þjóðaratkvæðagreiðslunni um að sækja um aðild að ESB ... Ó, afsakið, ríkisstjórn hinna norrænu velferðar láðist að halda slíka atkvæðagreiðslu um málið. Þar fór í verra. Hva, var Ögmundur á móti þjóðaratkvæðagreiðslu ...? Nei, nei, hann er með inngöngu í ESB og ætlar sko ekkert að rugga bátnum vegna hennar því þá myndi hann missa nýfengið embætti.

Hið hrikalega atvinnuleysi, skjaldborgin sem engin er, Icesave, samningurinn við atvinnulífið, skattaáþjónin, gengistryggingin og allt þetta sem ekki hefur verið leyst má nú bíða meðan fylgjendur hinnar úreltu stefnu, reyna að rétta það sem þjóðin hefur margfalt hafnað í þingkosningum.

Verði þeim að góðu. 

 


mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband