Allt sem hefði átt að breyta stendur óhaggað

Breytingar á ríkisstjórninni hafa ekkert að segja. Allir þeir ráðherrar sem mestu máli skipta sitja áfram, flestir þeir ráðherrar sem flestar ávirðingar hafa hlotið fyrir störf sín sitja áfram, þeir tveir ráðherrar sem bera ábyrgð á að hafa ekki brugðist rétt við vandamálum eftir hrunið sitja áfram. Þeir ráðherrar sem í ríkisstjórnina koma munu ekki hafa nokkur einustu áhrif á atvinnuleysi á landinu, engar breytingar gera á stöðu einkarekinna fyrirtækja gagnvart þjóðnýttum og vel fjármögnuðum fyrirtækjum og áfram mun þessi ríkisstjórn standas fast við skjaldborgina umhverfis banka og fjármagnsstofnanir svo aumur almúginn haldi áfram að borga himinháar gengistryggðar skuldir „sínar“.

Þar af leiðandi er þessi sýning aðeins skemmtiatriði, verið er að mála ofan í ryðskemmdir á ríkisstjórn og allir vita hversu vel slíkt mun duga. Menningarnótt er líðin, menningarhátíðir og bæjarhátíðir eru flestar að baki en alltaf er einhver eftir skrýtnar skemmtanir. Þeir þekkjast á talfærinu, baráttumenn alþýðunnar. Nú fáum við ráðherra velferðarmála. Það þarf dálítið fjörugt hugarflug til að geta búið til svona starfsheiti. Líklega er höfundurinn sá inn sami og fattaði upp á frasanum skjaldborgin um heimilin í landinu.

Sá tími er liðinn að hægt var að setja upp þjóðstjórn í landinu. Nú er sá tími kominn að þjóðin þarf að losna við þessa norrænu velferðarstjórn áður en hún endanlega gengur frá þjóðinni með gamaldags og úreltum aðferðum.


mbl.is Fjórir á leið úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Níels A. Ársælsson., 1.9.2010 kl. 09:01

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einn í alvarlegum fráhvörfum ?

Sjáðu : http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/02/04/mognud_frahvarfseinkenni/

 

Það er til meðferð við svona hvilla....

Níels A. Ársælsson., 1.9.2010 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband