Arfaslakur með eða án nikótíns

Ástæða er til að kanna og gera skýrslu um nikotín notkun annarra stjórnmálamanna en Jóns borgarstjóra. Gæti verið að pirringur þeirra í garð Sjálfstæðisflokksins, stærð hans og mikilvægi í íslenskum stjórnmálum, fari í taugarnar á fólki sem er að reyna að hætta að reykja?

Grínlaust sagt, þurfa stjórnmálamenn að þekkja sjálfa sig. Pirringur og geðvonskuköst ber ekki vott um getu til málefnalegrar umræðu og rökræðna og skiptir engu hvort menn eru í fráhvarfi frá einhverjum efnum. Það ber ekki heldur vott um glöggskyggni ef stjórnmálamaður heldur alla sína viðhlæjendur vini. 

Ég reyni yfirleitt að skoða málefni og stjórnmálastefnu fólks áður en ég tek afstöðu með eða á móti. Læt til dæmis ekki rugla mig í ríminu þó einhverjir séu leikarar eða uppistandarar sem taka þátt í pólitík. Mér þykir til dæmis Jón borgarstjóri góður grínari og leikari en arfaslakur sem stjórnmálamaður með eða án nikótíns. Þetta byggi ég á því að ekkert hefur komið frá honum í stjórnmálum hingað til nema tyllidagaupptroðslur.


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

"Pirringur og geðvonskuköst ber ekki vott um getu til málefnalegrar umræðu og rökræðna". Nákvæmlega þetta átti t.d. sérstaklega við um fyrrverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson.

corvus corax, 31.8.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Dexter Morgan

Þú getur nú varla, svona í alvöru, átt erfitt með að skilja pirring almennings, svo ég tali nú ekki um íbúa Suðurnesja, út í þennan "mikilvæga" stjórnmálaflokk. Þar er algjör þverskurður af Hruninu að eiga sér stað, nema bara í minni hlutföllu en Hrunið Stóra. Sömu forsemdur, nema smærri í krónum talið. Sami flokkur við völd, sama stefna, sama hugmyndafræði, einstaklingsframtakið í hnotskurn (sbr. þegar Árni mætti með skóflu og byrjaði á Álverinu, án þess að hafa til þess nokkur leyfi, hvað þá að mikilvægir endar væru hnýttir s.s. öflun okru), og hvert setfnir þetta hjá þeim.

Jú, nákvæmlega þangað sem Ísland fór haustið 2008.

AUÐVITA er fólk pirrað á þessu, hvað annað.

Dexter Morgan, 31.8.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: halkatla

Aðdáendur sjálfstæðisflokksins hljóta að vera að reykja extra sterkt krakk... hvar kaupið þið efnið? Það gæti sko hjálpað okkur hinum að gleyma því að þið séuð ennþá til.

halkatla, 31.8.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband