Fordómar ala af sér fordóma, stríð veldur stríði

Fátt ef ekkert hefur byggt um meiri fordóma gagnvart Islam og Arabaþjóðum eins og hryðjuverkasamtökikin al-Qaeda. Með aðgerðum síjum út um allan heim hafa þau sannað svo ekki er um að villast að ófriður getur aldrei byggt brú milli ólíkra þjóða og trúarbragða. Aðgerðir þeirra hafa orðið til þess að jafnvel margt vammlaust og gott fólk flokkar alla Araba sem stríðsmenn al-Qaeda og álíkra samtaka.

Að sjálfsögðu er þetta afar slæmt og á eflaust eftir að versna af þeirri einföldu ástæðu að þetta er allt gagnkvæmt. Fordómar ala af sér fordóma og hvað getur upplýst fólk eiginlega gert þegar allt umhverfið er orðið gegnsýrt af samsæriskenningum kristinna eða íslamskra gegn hverjum öðrum. Fólki er eiginlegt að taka afstöðu með sínum, það er mannlegt. Fyrir vikið kunna þjóðir eða gríðarstórir hópar að standa þétt saman gegn meintum óvinum sínum.

Þannig hefur þetta verið í Írak og Afganistan. Ófriður veldur yfirleitt ófriði. Vopnaður friður er ekki friður heldur tímabundið ástand. Ekki geng ég þess dulur að vita hvað eigi að gera. Hitt veit ég þó að efnahagslegur ávinningur fólks vegur upp á móti ófriði, uppbygging er betri en ófriður og menntun skiptir langmestu máli.

Það vekur enga undrun þótt til séu dauðalistar al-Qaeda enda eiga öll hernaðarsamtök slíka lista en misjafnt er hversu þau flagga þeim. Muna allir eftir spilum Bandaríkjahers í Írak. 


mbl.is Þrír Danir á dauðalista al-Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband