Hvers vegna gerir Útivist ekkert?

Ekkert skil ég í stjórn Útivistar að sitja á rassinum meðan Krossá fær að flangsa um í óleyfi. Hér áður fyrr hikuðu duglegir Útivistarmenn ekki við að sækja gröfu eða jarðýtu og laga það sem Krossá hafði skemmt.

Krossá er skaðræði enda tekur hún arfinn að langmestu leyti frá Hrunaá sem hingað til hefur ekki kunnað að hafa sér nema í þröngu gili.

Fyrir nokkrum árum var gerður lítill og látlaus varnarveggur fyrir framan Bása. Hann virðist hafa staðið undir væntingum. Sama þarf að gera niður með veginum og allt að Álfakirkju. Þetta kostar eflaust eina eða tvær milljónir. Sendum bara Vegagerðinni reikninginn.

Eitt er víst, aðgerðaleysi er ávísun á enn frekari skemmdir og á því hefur Útivist ekki efni. Vonandi eru boðleiðir innan þessa ágæta félags ekki orðnar svo langar að enn frekari skaði verði áður en gripið er til einfaldra varnaraðgerða.


mbl.is Krossá er að taka landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Jónsson

  • ... meðan Krossá fær að flangsa um í óleyfi.
  • ... það sem Krossá hafði skemmt.
  • Krossá er skaðræði ...
  • ... Hrunaá sem hingað til hefur ekki kunnað að hafa sér nema í þröngu gili.
  • ... ávísun á enn frekari skemmdir ...
  • ... enn frekari skaði ...

Árnar, og það í óbyggðum, haga sér ekki eins og við viljum og skemma allt, kunna ekki að haga sér og hóta frekari skemmdum! Þetta gengur ekki. Berjumst gegn helvítis náttúrunni og látum hana lúta okkar lögmálum og óskum, því mannskepnan er jú aðalatriðið og náttúran skal sko lúta henni. Eða?

Jón Ingvar Jónsson, 28.7.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband