Hægri grænir ... þvílík della

Stofnun stjórnmálaflokks með „hægri sinnaðrar umhverfisstefnu“ er ein sú mesta della sem upp hefur komið miðað við forsendur þær sem gefnar eru í frétt Morgunblaðsins.

Auðvitað eru til fjölmargir áhugamenn um náttúruvernd innan Sjálfstæðisflokksins og ég er einn þeirra. Ekki veit ég um neinn þeirra sem dettur í hug að stökkva til þó maður sem hingað til hefur ekki lagt neitt til málanna í umhverfeismálum eða náttúruvernd stekkur og segist hafa stofnað „græanan“ flokk. Veitt hann yfirhöfuð hver munurinn er á náttúruvernd og umhverfismálum? 

Og mikið dæmalaust er þetta mikill barnaskapur að halda því fram að Sjálfstæðismenn hafi stofnað Ferðafélag Íslands og Útivist. Og þó svo væri, hvaða máli skiptir flokkspólitísk afstaða fólks sem stendur í því ásamt fleirum að stofna ópólitískt félag? 

Ekki þótti mér heldur forsvarsmaður flokksnefnunnar traustvekjandi í morgunútvarpi RÚV. Hann gat ekki einu sinni nefnt einn einasta mann sem stofnaði flokkinn með honum.

Svo klykkir hann út með því að segja í vitalinu við mbl.is:  Og blessunin hún Jóhanna þarf nú að kalla fyrst til kosninga, en er ekki rétt að leyfa henni að minnsta kosti að njóta hveitibrauðsdagana fyrst." Það er aldeilis munur fyrir Jóhönnu að fá frið um sinn, en til hvað skyldi hún hafa gert til að verðskulda slíkan frið frá nýstofnuðum flokki?

Ég spái því að ekkert verði úr þessum flokki. Sjálfstæðisflokkurinn er afskaplega góður kostur fyrir okkur sem erum áhugafólk um náttúruvernd og umhverfismál á miðju og hægri hlið stjórnmála.


mbl.is Hægri-grænir stofna flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er afskaplega góður kostur fyrir okkur sem erum  áhugafólk um náttúruvernd og umhverfismál á miðju og hægri hlið stjórnmála!"

Verður lengra komist í sjálfsblekkingu en þetta?

Hvað langt er hægt að ganga til liðs við flokkinn sinn án þess að misbjóða sjálfum sér?

Árni Gunnarsson, 30.6.2010 kl. 08:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Árni. Ertu virkilega að halda því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki góður kostur fyrir mig?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.6.2010 kl. 08:58

3 identicon

Kæri Sigurður, hægri menn hafa og hugsa um náttúruvernd miklu meira heldur en vinstra fólk. Ég bendi þér á Austur Evróðu, Kína og Gömlu Sovétríkin. Græningar í Evrópu eru aðallega á móti kjarnorkuverum, en á Íslandi er ekkert kjarnorkuver. Jón þorláksson og Vatýr Stefánsson voru á meðal stofnenda Ferðafélags Íslands og mér er ljúft að upplýsa yður að hann karl faðir minn heitinn og hans vinir stofnuðu Útivist ásamt mörgu góðu fólki. Ég get fullvissað þig um það að kjarninn af stofnfélögum Útivistar voru ekki kommónistar. Fyrsti þjóðgarður heims, Yellowstone Park var stofnaður 1872, og það var hægri sinnaður Republikani Theodor Roosevelt sem kom því á koppinn. Jón Þorlásson fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hann var hægri grænn stjórnmálamaður og hann er efalaust sá maður í íslenskri sögu sem hefur gert hvað mest fyrir umhverfið - hann kom nefnilega hitaveitunni upp og þá losnuðum við, við kolin. Já svona er þetta nú.

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 09:11

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vinstri menn eiga sannarlega ekki náttúruvernd eða umhverfismál þó þeir séu háværir í þeim málaflokkum.

Faðir þinn var praktískur maður, ég þekkti hann ágætlega sem og marga aðra stofnendur Útivistar. Aldrei nokkurn tímann heyrði ég þetta fólk ræða um stjórnmál. Þetta var fyrst og fremst útivistarfólk, ferðafólk, sem hafði óbilandi áhuga á náttúru landsins og vernd hennar.

Um þetta fjallar hins vegar ekki pistilinn. Heldur þá dellu að stofna stjórnmálaflokk. Ég tel að þú eigir að vera í Sjálfstæðisflokknum og vinna þar að því með mér og fleirum að halda uppi merkjum náttúruverndar og umhverfismála. Með því móti er hægt að ná miklu meiri árangri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.6.2010 kl. 09:40

5 identicon

Góður pistill hjá þér og ég er alveg sammála þér. Þó hann Árni gaspri um sjálfsblekkingu þá þarf ekki annað en að lesa athugasemdina hans Guðmundar til að sjá hver er haldinn sjálfsblekkingu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:24

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Sigurður í einu og öllu hérna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 11:04

7 identicon

Kæri Sigurður afsakaðu ritvillurnar, ég gleymdi að nota ritvillupúkann. Af hverju er það "della" að stofna stjórnmálaflokk? Er forsjárhyggjan að taka völdin hér á íslandi. Vonandi þekkti ég hann föður minn betur en þú. Þú telur einnig að ég eigi að vera í Sjálfstæðisflokknum og vinna þar að því með þér og fleirum að halda uppi merkjum náttúruverndar og umhverfismála. Með því móti er hægt að ná miklu meiri árangri." Hvers konar bull er þetta? Ertu  þá ekki að tala um pólitík sem þú telur aldrei koma upp hjá fólki sem hefur áhuga á að ferðast úti í náttúrunni. Púnkturinn er sá að umhverfismál og nátturuvernd eru í molum á Íslandi, þér og þínum að þakka. Þú þarft ekki að svara mér.

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 11:41

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, auðvitað þarf ég ekki að svara þér. Hins vegar er í lofti einhver misskilningur. Mér dettur ekki hug að halda öðru fram en að þú hafir manna best þekkt föður þinn. Hann var góður maður sem ég lærði mikið af. Fyrir það er ég þakklátur.

Sannarlega má margt gera betur í umhverfismálum og náttúruvernd á Íslandi. Um það ræðir fólk sem sækist eftir að ferðast um landið. Í langa tíð hef ég ferðast að reynt að hafa áhrif á stefnu flokksins míns, m.a. í málum er varðar náttúrun landsins. Í grundvallaratriðum er ég sáttur við stefnu flokksins þó gleðin og hamingjan hafi beðið illan hnekki með Kárahnúkavirkjun. Þetta er nú allt bullið hjá mér. Hins vegar bíð ég eftir stefnu flokks Guðmundar Franklíns í umhverfis- og náttúruverndarmálum.

Þér er ávallt velkomið að skrifa athugasemdir hér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.6.2010 kl. 12:09

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður. Ég blanda mér ekki í val þitt á stjórnmálaflokkum. En það var ályktun þín um að tiltekinn flokkur væri góður kostur fyrir þig og aðra hægri og miðju menn sem náttúruverndarflokkur sem gekk fram af mér.

Náttúruvernd hefur enga skírskotun í Ferðafélag Íslands. Mér er ekki kunnugt að það félag hafi barist fyrir náttúrvernd í beinum skilningi.

Náttúrverndarsinnar hafa orðið að berjast hatrammri baráttu við Sjálfstæðisflokkinn gegn um langa sögu.

Árni Gunnarsson, 30.6.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband