Þau njóta lítill samúðar

Án þess að neytendur hafi verið spurði hafa fjármögnunarfyrirtækin gengið fram af fyllstu hörku og krafist greiðslu.

Án þess að neytendur hafi fengið að koma að borðinu hafa fjármögnunarfyrirtækin boðið einhliða sættir.

Án þess að skoða í heild sinni fjármögnunarvanda reksturs heimila hafa fjármögnunarfyrirtækin tekið með valdi það sem þau töldu vera sitt.

Og nú á að finna sáttaleið. Hvaða sáttaleið er til í dæminu þegar maður hefur klórað sig til blóðs til að geta staðið í skilum?

Myntkörfusamningar reyndust byggðir á rangindum þegar upp var staðið. Fólk greiddi langtum meira en það átti að gera. Aldrei nokkurn tímann var boðið upp á sáttaleið af hálfu fjármögnunarfyrirtækjanna.

Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir því að sáttaleið hlýtur að virka í báðar áttir. Hjá fjármögnunarfyrirtækjunum var krafan sú að lántakendur stæðu í skilum. Hjá neytendur er krafan sú að fjármögnunarfyrirtækin sýni lántakendum virðingu. Fjölmargir hafa borið skarðan hlut frá borði í viðskiptum við þessi fyrirtæki. Þau njóta því lítillar samúðar.

Ríkisvaldið á þess vegna hvergi að koma fjármögnunarfyrirtækjunum til hjálpar. 


mbl.is Skapi þjóðarsátt um lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Algjörlega sammála.Þessir aðilar hafa gjörsamlega fyrirgert rétti til nokkurar eftirgjafar af hálfu lántakenda.

Kristján H Theódórsson, 21.6.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband